Eðlilegt framhald af því þegar við gáfum Finnum jólasveininn?

Eftir Seinni heimsstyrjöldina fóru börn á meginlandi Evrópu að skrifa bréf fyrir jólin, merkt "Jólasveinninn á Íslandi." 

Þetta var upphafið á því að á alþjóðavísu yrði "Ísland" heimilsfang sveinka, og fjölgaði bréfunum ár frá ári.  

Það var eðlilegt að heimilisfangið væri Ísland, bara vegna nafnsins á landinu, en viðbrögðin hér voru þau að líta á þetta fyrirbrigði sem eins konar böl og vesen. 

Þetta var um svipað leyti sem Jóhannes Kjarval var spottaður og gerður að athlægi fyrir þá meintu fjarstæðu, sem hann hélt fram, að hægt væri að græða á hvölum án þess að skjóta þá, með því að koma á fót hvalaskoðunarferðum. 

Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. 

Þegar Íslendingar sáu ekkert nema vesen við það að sinna áhuga erlendra barna á hinu sjálfsagða jólaveinalandi, ákváðu Finnar að taka málið í sínar hendur og hófu  að koma á fót heimkynnum jólasveinsins í Finnlandi. 

Höfuðborg jólasveinsins var og er Rovaniemi og gerður var sérstakur skemmtigarður jólasveinsins. En allt Lappland, líka Svíþjóðarmegin og Noregsmegin, nýtur góðs af þessari stóru tekjulind. 

Um hálfri öld eftir að jólasveinum var úthýst frá Íslandi var svo komið að ferðamenn í Lapplandi voru orðnir fleiri á veturna en allt árið hér á landi og voru Finnar duglegastir við að nýta sér sveinka og á nýjustu fréttum sést, hve mikla áherslu þeir leggja á það að viðhalda stöðu þeirrar miklu atvinnu og orðstírs, sem jólasveinninn hefur gefið þeim. 

Helstu atriðin sem "seld" eru í Lapplandi eru: 

1. Myrkur. 

2. Þögn. 

3. Kuldi. 

4. Óspillt náttúra. 

Allt eru þetta atriði sem hér á landi voru áratugum saman standa í vegi fyrir því að við gætum gert svipað og þeir, sem bjuggu við meira myrkur og kulda en við. 

Það var líka mótbára hér hve langt þyrfti að ferðast í Íslandsferðum, þótt hinar gjöfulu vetrarferðamannaslóðir Lapplands væru í mun lengri fjarlægð frá meginlandinu, einkum vesturhluta þess, heldur en Ísland. 

 

f


mbl.is Tryggja að jólalandið í Lapplandi verði opið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Roosevelt skipti "því, sem var ekki til" í New deal.

Hagfræðingurinn Keynes og Franklin Delano Roosevelt eru oftast nefndir varðandi það hagstjórnarráð, sem Roosevelt kallaði "New deal" þegar hann varð forseti Bandaríkjanna 1933. 

New deal þýðir samkvæmt orðana hljóðan það að spilin eru stokkuð upp og gefið á ný. 

Hugsunin var meðal annars fólgin í því, að til væru verðmæti, sem væru að vísu ekki falin í peningum heldur í auðlindum eins og vinnuafli, bæði við framleiðslu, þjónustu, uppbyggingu innviða og orku, og að finna yrði ráð til að þau verðmæti yrðu að peningum. 

Í stað þess að láta handbæra peninga eina ráða því hvað starfað væri og framleitt og láta peningakreppu draga framleiðslu og þjónustu niður í peningakreppu í þjóðfélaginu stigi ríkisvaldið inn með fjármálastefnu, sem kæmi í veg fyrir að störf glötuðust í atvinnuleysi og auk þess að viðhalda þessum störfum, yrðu sköpuð ný störf. 

Þessi nýja stefna bar árangur aftur og aftur, þegar fjármálakreppa ógnaði atvinnulífi og velferð, svo sem á fjórða áratugnum, með Marshall-aðstoðinni eftir stríðið og í innspýtingu peninga eftir fjármálakreppuna 2008. 

Einn af seðlabankastjórum Bandaríkjanna hefur sagt, að lærdómurinn frá 2008 sýni, að ekki hafi verið gengið nógu rösklega og hratt til verks þá. 

Bandaríkjaforsetinn Harding gortaði sig í byrjun ferils síns yfir því að hafa komið hlut ríkisins niður í örfá prósent fyrst eftir stríðið 1919, en reyndi síðar að breyta um stefnu. 

Það er eins og að heyra draugarödd, langt aftan úr forneskju, að heyra talsmann atvinnurrekenda halda fram löngu úreltum sjónarmiðum, þegar rætt er um það, hvernig bregðast skuli við nú. 

Hann einblínir á að peningarnir séu ekki til þegar dæmið snýst um miklu víðfeðmari sýn, ekki bara beinharða peninga, heldur líka þau gríðarlegu verðmæti sem felast í vinnandi fólki og framlegð þess.  

Skilaboð bandaríska seðlabankastjórans voru skýr: Það er grundvallaratriði að koma strax í veg fyrir atvinnuleysið, því að annars verða afleiðingar atvinnuleysinsins svo miklu erfiðari viðfangs þegar frá líður. 

Og sem betur fer þýða orðin "þegar frá líður" þann tiltölulega stutta tíma, sem það tekur að búa til nothæft bóluefni og koma málum aftur í lag. 

 


mbl.is Segir frostavetur fram undan í atvinnulífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband