Eðlilegt framhald af því þegar við gáfum Finnum jólasveininn?

Eftir Seinni heimsstyrjöldina fóru börn á meginlandi Evrópu að skrifa bréf fyrir jólin, merkt "Jólasveinninn á Íslandi." 

Þetta var upphafið á því að á alþjóðavísu yrði "Ísland" heimilsfang sveinka, og fjölgaði bréfunum ár frá ári.  

Það var eðlilegt að heimilisfangið væri Ísland, bara vegna nafnsins á landinu, en viðbrögðin hér voru þau að líta á þetta fyrirbrigði sem eins konar böl og vesen. 

Þetta var um svipað leyti sem Jóhannes Kjarval var spottaður og gerður að athlægi fyrir þá meintu fjarstæðu, sem hann hélt fram, að hægt væri að græða á hvölum án þess að skjóta þá, með því að koma á fót hvalaskoðunarferðum. 

Annað átti heldur betur eftir að koma á daginn. 

Þegar Íslendingar sáu ekkert nema vesen við það að sinna áhuga erlendra barna á hinu sjálfsagða jólaveinalandi, ákváðu Finnar að taka málið í sínar hendur og hófu  að koma á fót heimkynnum jólasveinsins í Finnlandi. 

Höfuðborg jólasveinsins var og er Rovaniemi og gerður var sérstakur skemmtigarður jólasveinsins. En allt Lappland, líka Svíþjóðarmegin og Noregsmegin, nýtur góðs af þessari stóru tekjulind. 

Um hálfri öld eftir að jólasveinum var úthýst frá Íslandi var svo komið að ferðamenn í Lapplandi voru orðnir fleiri á veturna en allt árið hér á landi og voru Finnar duglegastir við að nýta sér sveinka og á nýjustu fréttum sést, hve mikla áherslu þeir leggja á það að viðhalda stöðu þeirrar miklu atvinnu og orðstírs, sem jólasveinninn hefur gefið þeim. 

Helstu atriðin sem "seld" eru í Lapplandi eru: 

1. Myrkur. 

2. Þögn. 

3. Kuldi. 

4. Óspillt náttúra. 

Allt eru þetta atriði sem hér á landi voru áratugum saman standa í vegi fyrir því að við gætum gert svipað og þeir, sem bjuggu við meira myrkur og kulda en við. 

Það var líka mótbára hér hve langt þyrfti að ferðast í Íslandsferðum, þótt hinar gjöfulu vetrarferðamannaslóðir Lapplands væru í mun lengri fjarlægð frá meginlandinu, einkum vesturhluta þess, heldur en Ísland. 

 

f


mbl.is Tryggja að jólalandið í Lapplandi verði opið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband