"Eyđist ţađ, sem af er tekiđ."

Efasemdarmenn, sem suma hverja má kalla kuldatrúarmenn, hafa lagt áherslu á ađ tala áhrif vaxtar C02 á lofthjúpinn, líkast til vegna ţess, ađ ţađ er miklu erfiđara ađ tala ţurrđ á jarđefnaeldsneyti niđur, einkum olíunnar, ţví ađ öllum sérfrćđingum olíuveldanna sjálfra ber saman um ađ ţar er um ađ rćđa óendurnýjanlega orku. 

"Eyđist ţađ, sem af er tekiđ," segir máltćkiđ.  

Ţegar orkuneyslulínurit fyrir heildarneyslu allra jarđarbúa er skođađ, rýkur olíunotkunin nćstum lóđrétt upp í himinhćđir á rúmri öld, en er nú í hápunkti, ţannig, ađ ef áframhaldiđ er framreiknađ, á hún eftir ađ hrapa jafnhratt. 

Á bloggsíđu Bjarna Jónssonar eru ágćtari nánari upplýsingar ađ finna og ótal rannsóknir styđja ţetta allar. 

Engar nýjar olíulindir eru neitt nálćgt ţví eins hagkvćmar og ţćr helstu eru núna, og ţví eru endalok olíualdar fyrirsjáanleg. 

Allt tal á blogginu núna um ađ olían sé endalaus er ţví út í hött. 


mbl.is Orkuskipti rćdd á opnum ársfundi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţađ eru hundrađ hektarar í ferkílómetranum.

Merkilegt er ađ sjá hvernig fjölmiđlar gera ekki hina minnstu tilraun til ţess ađ nota ţćr mćlieiningar í fréttum, sem fólk skilur. 

Gott dćmi er tengd frétt, ţar sem fyrst er talađ um 400 ţúsund hektara, en síđan um milljón ekrur, sem er enn verri tala og segir venjulegu fólki ekki nokkurn skapađan hlut. 

Ţađ eina, sem ţarf, er ađ vita, ađ í einum ferkílómetra eru 100 hektarar.

Ţá ţađ ţarf hvorki snjallan reiknimeistara, tölvu, snjallsía né reiknistokk til ađ sjá í hendi sér á tveimur sekúndum, ađ 400 ţúsund hektarar eru 4 ţúsund ferkílómetrar, af ţví ađ í einum ferkílómetra eru eitt hundrađ hektarar. 

Klippt tvö núll af tölunni, sem blasir viđ, og útkoman er ljós.  

Og fólk skilur frekar ferkílómetra en hektara. 4000 ferkílómetrar jafngilda svćđi, sem er 200 kílómetra langt og 20 kílómetrar á breidd. 

Vestfirđir eru um 7000 ferkílómetrar og Vatnajökull rúmlega 8000. Eldasvćđiđ í Kaliforníu er ţví álíka stórt og hálfur Vestfjarđakjálkinn, hálfur Vatnajökull eđa allt Suđurlandsundirlendiđ. 

Hvort skilst betur; Suđurlandsundirlendiđ eđa milljón ekrur?


mbl.is Skógareldarnir ná yfir 400 ţúsund hektara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skógrćkt er göfugt vandaverk.

"Ţá var landiđ viđi vaxiđ milli fjalls og fjöru."  Ţessi grunnsetning um ţađ land, sem landnámsmenn tóku í fóstur og fengu ađ láni frá afkomendum sínum, segir allt um ţađ, hvernig landsmenn léku síđan landiđ nćstu ellefu aldirnar, ţegar ţessu viđi vaxna landi var eytt. 

Ýmsar afsakanir hafa veriđ uppi, svo sem ađ eldgos og harđnandi árferđi eigi ţar langmestan ţátt. 

En eldgos, ađ međaltali fleiri en tuttugu á hverri öld, og mörg hver međ miklu öskufalli og hamfaraflóđum, höfđu veriđ í landinu í ţau ellefu ţúsund ár, sem liđin voru frá síđustu ísöld, án ţess ađ gróđureyđing hefđi nokkru sinni veriđ neitt í líkingu sem hún varđ eftir ađ búseta kom til. 

 

Nú er yfirleitt aldrei fariđ rétt međ grunnsetninguna, heldur alltaf sagt: "Landiđ var skógi vaxiđ milli fjalls og fjöru, en í íslensku máli er mikill munur á skógi og viđi. 

Viđur spannar gróđur allt frá víđi til skóga á borđ viđ Bćjarstađaskóg, Vaglaskóg og Hallormsstađaskóg. Helstu íslensku skógartrén eru birki og reynir. 

En í stađ ţess ađ vanda vel ţađ göfuga starf, sem rćktun gróđurs er, virđist sums stađar runniđ á stjórnlaust ćđi í ţeim efnum ađ endurorđa setninguna frćgu og heimta helst alls stađar sem risavöxnust tré. DSC00391

"Í upphafi skyldi endinn skođa" segir máltćkiđ, en risa aspir og önnur erlend barrtré, sem umturna bćđi neđan og ofan jarđar út um allt, sýna litla fyrirhyggju.  

Erlend barrtré ofan í gíg Sandeyjar á Ţingvallavatni; fögur klettabelti í Stafholtstungum í Borgarfirđi, sem veriđ er ađ drekkja í hávöxnum skógi, og ótal fleiri svipuđ dćmi um fyrirhyggjuleysi blasa víđa viđ. DSC00388

Á myndunumm sést hvernin hin hávöxnu tré eru á hrađri leiđ međ ađ drekkja klettabeltunum, sem áđur voru ein helsta prýđin viđ hina fjölförnu leiđ, einkum á fögrum og björtum sumarkvöldum. 

Ţađ eru ćrin verkefni ađ vinna í skógrćkt og af nógu ađ taka, ţótt reynt sé ađ vanda vel til verka á ţann hátt sem sćmir jafn göfugu starfi og skógrćktin er. 

Vigdís Finnbogadóttir er eitt áhrifamesta nafniđ í sögu skógrćktarinnar og ţađ er ástćđa til ađ leggja hlustir viđ, ţegar hún er farin ađ segja ađvörunarorđ og hvetja til vandvirkni.  

 

 

 


mbl.is Ösp er til ama og gangstétt gúlpar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 8. september 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband