Cyclothon er aðdáunarvert tilhlökkunarefni. "Fighting spirit and fun!"

Flugfélagið WOW Air hleypti heldur betur lífi í þjóðlífið á klakanum, en þegar það hætti starfsemi var kannski mesta eftirsjáin fólgin í þvi að WOW Cyclothon hjólakeppnin skyldi detta upp fyrir. 

Fátt er aðdáunarverðara en það þegar saman fer fjöldaþátttaka, hressilegt veður, stórbrotið landslag og gríðarlegt stemning, keppnisskap, hraði og ákafi. 

Keppnin 2015 var hrífandi fyrir áhorfendur og með því að fylgjast með hluta hennar varð til bæði lag og texti um viðfangsefni jarðarbúa í umhverfismálu, sem hlaut nafnið "Let it be done!" og var sett bæði á 75 laga safndisk "Hjarta landsins" og textinn í samnefnda ljósmynda-söngljóðabók. 

Nú er Cyclothon að koma aftur og hér er upphaf textans "Let it be done!" 

 

"LET IT BE DONE!   

 

Framfarasporið; progressive step! 

Let it be done! Come on, let´s have fun!

On a journey to a fight that must be won! 

 

We are the generation that starts cleaning up the earth! 

We are the generation that shall give new vision birth 

By spurting over obstacles up every slope and hill

with ever growing endurance and strength and faith and will!   

 

With power from clean energy we light the brightest beam! 

With power from our deepest hearths because we have a dream!

By using all our wit and guts we sweep through storm and rain

to undertake enormous task, defying weariness and pain!

 

Let it be done!  Fightingg spirit and fun!  

Bicycles on the run!  

Father and mom!  Daughter and son!  

Electric bikes on the run!..."

 

Lagið og textinn eru lengri í heild, en þessi byrjun vísar beint til stemningarinnar í hjólakeppni. Lagið er á Spotify í hópi laga af safndiskinum Hjarta landsins.  


mbl.is Cyclothonið fer aftur af stað með breyttu sniði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk fjölmiðlun hefur ekki náð sér eftir hrunárin.

Neikvæð áhrif bankabólunnar 2002-2008 og Hrunsins í framhaldinu voru mikil á íslenska fjölmiðlun sem hefur aldrei náð sér síðan.  

Frá 2002 til 2008 var í gangi ákveðin atgervisflótti vegna þess að öflugustu viðskiptafyrirtækin sem í eindæma tilbúinni uppsveiflu lokkuðu til sín álitlegasta fjölmiðlafólkið, og oft á tíðum það fólk, sem hafði sérhæft sig eitthvað í viðskiptamálum. 

Í Hruninu tók ekki betra við vegna miskunnarlausra uppsagna af völdum fjármálakreppunnar. 

Þá var freistingin oft sú að segja þeim upp, sem öflugastir voru og komnir á gott kaup og ráða í staðinn ungt og tiltölulega óreynt fólk, sem sætti sig við mun lægri laun. 

Dæmi voru um að þetta væri misráðið í þá veru að nýju starfskraftarnir gátu hvorki afkastað sama magni né heldur jafn vönduðu og þeir sem reknir voru, þannig að jafnvel tveir fyrir einn dugði ekki. Dæmi eru um að jafnvel þrír dugðu ekki fyrir einn.

Í kófinu og allri sprengingunni í því yfirgengiega magni af rusli, sem mokað er út á svonefndum samfélagsmiðlum hefur aldrei verið eins mikil þörf á vandaðri blaðamennsku og nú, og sjaldan jafn erfitt að viðhalda gæðum.     

 


mbl.is „Áfall fyrir íslenska samfélagsumræðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hve mikið af tekjufalli og tekjutilfærslu er til frambúðar?

Heimsfaraldurinn hefur ekki bara gríðarleg áhrif á marga í eitt til tvö ár, heldur gætu áhrifin orðið mikil og varanleg til frambúðar. 

Það hefur verið engin smáræðis tilfærsla á fjármunum fólgin í því að samkomuhús á borð við Hörpu hafa staðið auð og samtals þúsundir starfsfólks orðið atvinnulaust. 

Því að á bak við eina góða tónleika, allt frá Fiskideginum mikla niður í kirkjur og litla sali eru ekki aðeins flytjendurnir og tónlistarfólkið heldur einnig allt tæknifólkið við ljós, hljóð, leikmynd og starfsfólk húsanna vegna miðasölu, veitinga og flókins umstangs. 

Ef tvö ár líða við slíkt ástand hefur á meðan skapast nýtt umhverfi í kringum streymingu viðburða beint heim í stofu þar sem umgjörðin er allt niður í nánast ekki neitt og fólk farið að venjast því að fá mikið fyrir lítinn pening. 

Ef slík umgjörð ryður sér svo mikið til rúms að hún fari að vera normið, gæti afleiðingin orðið mikil tekjutilfærsla sem hægt er að mæla í milljörðum króna á hverju ári.  


mbl.is Sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband