Hve mikið af tekjufalli og tekjutilfærslu er til frambúðar?

Heimsfaraldurinn hefur ekki bara gríðarleg áhrif á marga í eitt til tvö ár, heldur gætu áhrifin orðið mikil og varanleg til frambúðar. 

Það hefur verið engin smáræðis tilfærsla á fjármunum fólgin í því að samkomuhús á borð við Hörpu hafa staðið auð og samtals þúsundir starfsfólks orðið atvinnulaust. 

Því að á bak við eina góða tónleika, allt frá Fiskideginum mikla niður í kirkjur og litla sali eru ekki aðeins flytjendurnir og tónlistarfólkið heldur einnig allt tæknifólkið við ljós, hljóð, leikmynd og starfsfólk húsanna vegna miðasölu, veitinga og flókins umstangs. 

Ef tvö ár líða við slíkt ástand hefur á meðan skapast nýtt umhverfi í kringum streymingu viðburða beint heim í stofu þar sem umgjörðin er allt niður í nánast ekki neitt og fólk farið að venjast því að fá mikið fyrir lítinn pening. 

Ef slík umgjörð ryður sér svo mikið til rúms að hún fari að vera normið, gæti afleiðingin orðið mikil tekjutilfærsla sem hægt er að mæla í milljörðum króna á hverju ári.  


mbl.is Sótt um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband