Fallbeygingar eru á undanhaldi.

Frá öndverðu hafa íslensk nafnorð verið í fjórum föllum og fallbeygingarnar verið eitt af sterkum einkennum málsins. 

Nú er hægt og sígandi sótt að þessari hefð og má sem dæmi nefna eina marglesna útvarpsauglýsingu þar sem heitið Útilíf er nefnt þrisvar án þess að hlíta fallbeygingu. 

Fólk er hvatt til að vera í Útilíf, koma við í Útilíf og versla á Útilíf. Ekki versla í Útilífi heldur versla á Útilíf. 

Sama er að segja um verslanir sem enda á orðinu "..kaup", en það er alveg hætt að beygja þetta heiti eftir atvikum. 

Með sama áframhaldi á undanhaldi fallbeyginga má hugsa sér eftirtaldar setningar: 

"Hann hefur lifað góðu líf."  "Hún gerði gott kaup í Hagkaup."  "Hann kvartar undar lágu kaup."  


mbl.is Mannanafnalög ógni hugsanlega málkerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löngu tímabær stefnumörkun varðandi orkuæðið.

Það eru komin nokkur ár síðan vakið var máls á því á þessari bloggsíðu í hvað snerti varðandi það orkuveraæði sem þá var í uppsiglingu í formi stórra og smárra vatnsafls- og vindorkuvirkjana í hundraðatali um allt land sem þá hrúguðust upp stjórnlaust og skipulagslaust allt frá ystu ströndum inn til miðhálendisins.    

Á örfáum misserum óð samanlögð orka þessara virkjana upp í nokkur þúsund megavött eins og ekkert væri og nam orðið orkumagni sem auðveldlega þrefaldaði þá orkuöflun sem þegar er orðin. 

Aðeins vindorkuverin sem sett hafa verið á daskrá eru oroðin á við tvöföldun samanlagðrar orku, og óskamyndin var auðvitað að í stað þess að við framleiddum fimm sinnum meiri orku fyrir stóriðju í erlendri eigu en fyrir öll heimili og fyrirtæki í eigu Íslendinga eins og nú er, bæri til þess brýna nauðsyn að framleiða 15-20 sinnum meiri orku fyrir stóriðjuna en alla samanlagða orku fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. 

Síðustu mánuði er síðan hin hliðin á málinu að koma í ljós þegar þess er krafist að rammaáætlun verði lögð af ásamt hugmyndum um hálendisþjóðgarð svo að stjórnlaust og skipulagslaust virkjanaæðið geti náð himinhæðum í bókstaflegri merkingu. 

Athyglisvert er að sjá, að í umsögnum sveitarfélaga sem leggjast gegn stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er sérstaklega nefnt að slikt megi alls ekki, því að það skerði frelsið til að að leggja "nauðsynlegar" risaháspennulínur á fyrirhuguðu þjóðgarðssvæði. 

Bak við það hljómar síðan eldri ummæli um að þessar línur eigi fyrst og fremst að leggja til að "tryggja afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili." 


mbl.is Hluti landsins útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband