Löngu tímabær stefnumörkun varðandi orkuæðið.

Það eru komin nokkur ár síðan vakið var máls á því á þessari bloggsíðu í hvað snerti varðandi það orkuveraæði sem þá var í uppsiglingu í formi stórra og smárra vatnsafls- og vindorkuvirkjana í hundraðatali um allt land sem þá hrúguðust upp stjórnlaust og skipulagslaust allt frá ystu ströndum inn til miðhálendisins.    

Á örfáum misserum óð samanlögð orka þessara virkjana upp í nokkur þúsund megavött eins og ekkert væri og nam orðið orkumagni sem auðveldlega þrefaldaði þá orkuöflun sem þegar er orðin. 

Aðeins vindorkuverin sem sett hafa verið á daskrá eru oroðin á við tvöföldun samanlagðrar orku, og óskamyndin var auðvitað að í stað þess að við framleiddum fimm sinnum meiri orku fyrir stóriðju í erlendri eigu en fyrir öll heimili og fyrirtæki í eigu Íslendinga eins og nú er, bæri til þess brýna nauðsyn að framleiða 15-20 sinnum meiri orku fyrir stóriðjuna en alla samanlagða orku fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. 

Síðustu mánuði er síðan hin hliðin á málinu að koma í ljós þegar þess er krafist að rammaáætlun verði lögð af ásamt hugmyndum um hálendisþjóðgarð svo að stjórnlaust og skipulagslaust virkjanaæðið geti náð himinhæðum í bókstaflegri merkingu. 

Athyglisvert er að sjá, að í umsögnum sveitarfélaga sem leggjast gegn stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs er sérstaklega nefnt að slikt megi alls ekki, því að það skerði frelsið til að að leggja "nauðsynlegar" risaháspennulínur á fyrirhuguðu þjóðgarðssvæði. 

Bak við það hljómar síðan eldri ummæli um að þessar línur eigi fyrst og fremst að leggja til að "tryggja afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili." 


mbl.is Hluti landsins útilokaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo þú sért nú tekinn alvarlega: Leggðu fram opinberar tölum um framleiðslugetu allra virkjana stórra og smárra í landinu og síðan orkuþörf allra notenda. Ekki sleppa álverum og öðrum fyrirtækjum stórum sem smáum og gróðurhúsum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 12:03

2 identicon

Og alls ekki gleyma opinberum stofnunum, skólum og öllu öðru sem notar rafmagn.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 12:10

3 identicon

https://orkustofnun.is/orkustofnun/gagnasofn/talnaefni/

https://orkustofnun.is/gogn/Talnaefni/OS-2019-T014-01.pdf

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 13:36

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sá, sem ekki veit, að eins og er fara rúmlega 80 prósent innlendrar orkuöflunar til stóriðjunnar og innan við 20 prósent, hefur greinilega ekkert fylgst með þeim málum síðustur áratugi.  

Nýlega var greint í fréttum um fyrirætlanir um risavindorkuver hér á landi, sem þegar eru komnar á teikniborðið upp á meira en 3200 megavött, meira en nemur allri núverandi orkuframleiðslu landsins. 

Hjá Orkustofnun hefur þar að auki líka verið sagt frá um 100 nýjum virkjunarfyrirætlunum í vatnsafli auk fyrirætlana í gufuaflsvirkjunum sem þegar á vinnslustigi.   

Ómar Ragnarsson, 26.1.2021 kl. 15:32

5 identicon

Ef þú hefur lesið færsluna, Ómar, þá minntist ég ekkert á hversu mikið færi til stóriðju og hvað til annarar notkunar. Svo vertu ekki að væna mig um fávisku. Spurnigin var hversu mikil heildarorkunotkunin á landinu væri og hver framleiðslugetan væri. Það hefurðu greinilega ekki á hreinu. Samkvæmt mínu viti er engin orka sem ekki er nýtt( umframorka). Að sjálfsögðu tekurðu ekki rafmagnið af álverunum og skilur rúmlega 1000 starfsmenn atvinnulausa auk tengdra starfa. Og hvar ætlarðu þá að fá orkuna fyrir bílaflotann, hafnirnar og önnur farartæki sem í dag brenna olíu? Vindorkuver eru óhagkvæm til orkuframleiðslu. Þessvegna á að henda þessari rammaáætlun og færa fleiri vatnsaflsvirkanir úr friðun í virkjunarkosti.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 26.1.2021 kl. 16:13

6 Smámynd: Halldór Jónsson

Eru vindmyllur ekki betur komnar út í sjó heldur en á fjöllum innanlands þar sem þær blasa við?

Halldór Jónsson, 26.1.2021 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband