15.10.2021 | 23:30
Sótt gegn fallbeygingum.
Áberandi er þessa dagana hvernig farið er að glefsa í eignarfallsbeygingu íslenskunnar, sem ætti ekki að vera erfitt að viðhalda.
Meirihluti íþróttafréttamanna er hættur að beygja orðið Breiðablik og búinn að gefa skít í þágufall og eignarfall þessa fallegea nafns; sagt er að Valur mæti Breiðablik og þessi eða hinn sé þjálfari eða leikmaður hjá Breiðablik.
Fallbeygingunni er líka sagt stríð á hendur í nöfnum, sem enda á orðmyninni kaup.
Það orð hefur frá alda öðli verið í fleirtölu þegar um er að ræða að versla; menn gera góð eða slæm kaup.
En nú eru orð eins og Heimkaup, Fjarðarkaup og Hagkaup búin að missa beyginguna og vörukarfan var að hækka í Heimkaup, Fjarðarkaup og Hagkaup.
Þar að auki er hart sótt að sjálfri sögninni að kaupa; fólk kaupir helst ekki neitt lengur, heldur er fólka að versla sér hitt og þetta.
![]() |
Vörukarfan hækkar mest í Heimkaup |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2021 | 18:26
Álit setts forstjóra Landsspítalans hlýtur að vega þungt.
Í umfjöllun gærdagsins um hugsanlegar tilslakanir á Landsspítalanum kom greinilega fram, að þar innan húss felist hættan á myndun flöskuháls í afköstum varðandi aðgerðir af margvíslegum toga, svo sem aukin pressa á aðgerðir sem hættulegt geti verið að láta dragast.
Ekki var annað að heyra á sóttvarnalækni í gær en að hann sjálfur hefði ekki sömu möguleika á að meta ástandið þarna eins og forstjóri Landsspítalans.
![]() |
Forstjóri Landspítala segir rými til tilslakana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.10.2021 | 08:55
Lagaklókir hafa meira en nóg að gera.
Fólk í innsta kjarna valdakerfis Bandaríkjanna virðist eiga eftir að hafa í nógu að snúast í illfyrirsjáanlegri framtíð.
Í upphafi valdatíðar Donalds Trumps var Steve Bannun litinn augum sem nokkurs konar skaparig hins nýja stjórnmálamanns, sem kom eins og hvítur stormsveipur inn í kosningabaráttuna og síðar forsetaembættið og var óvenju opinskáttt líkt og "prógrammeraður" af Bannon upp í stjórnmálamann með skoðanir í smáu og stóru.
Alls staðar þar sem Trump var, var Bannon ekki langt undan.
Í fyrstu viðurkenndi Trump þetta opinberlega og mærði Bannon, en síðan kom að því að skepnan reis gegn skapara sínum, sem féll ó ónáð.
"Nú get ég" var skriftin á veggnum.
Allur málareksturinn í sambandi við valdaskiptin á sér enga hliðstæðu í nútímasögu Bandaríkjanna frekar en árásin sjálf á þinghúsið.
Jafnvel helstu lagatæknar og stjórnálasérfræðingar landsins standa frammi fyrir nýjum álitamálum og áskorunum daglega.
![]() |
Greiða atkvæði um hvort refsa eigi Steve Bannon |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)