Sótt gegn fallbeygingum.

Áberandi er þessa dagana hvernig farið er að glefsa í eignarfallsbeygingu íslenskunnar, sem ætti ekki að vera erfitt að viðhalda. 

Meirihluti íþróttafréttamanna er hættur að beygja orðið Breiðablik og búinn að gefa skít í þágufall og eignarfall þessa fallegea nafns; sagt er að Valur mæti Breiðablik og þessi eða hinn sé þjálfari eða leikmaður hjá Breiðablik. 

Fallbeygingunni er líka sagt stríð á hendur í nöfnum, sem enda á orðmyninni kaup. 

Það orð hefur frá alda öðli verið í fleirtölu þegar um er að ræða að versla; menn gera góð eða slæm kaup. 

En nú eru orð eins og Heimkaup, Fjarðarkaup og Hagkaup búin að missa beyginguna og vörukarfan var að hækka í Heimkaup, Fjarðarkaup og Hagkaup. 

Þar að auki er hart sótt að sjálfri sögninni að kaupa; fólk kaupir helst ekki neitt lengur, heldur er fólka að versla sér hitt og þetta. 


mbl.is Vörukarfan hækkar mest í Heimkaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Vertíð og fara í ver, koma síðar með aflahlutinn á bakinu í heimabyggð og versla? Eiginmaðurinn, ver fór í verstöð, eggver. Vera, konan varð eftir heima með börnin. Skemmtilega margar orðmyndandir sem byrja á ver. Löngu síðar kom frjáls verslun og hún er enn að þroskast. Verslað með gjaldeyri og fara verslunarferðir.

"Málsfarslögreglan" hefur ekki alltaf verið hrifin af orðmynduninni. Á sér pólitískar rætur. Á tímabili þótti það ágætis mál að getað gert kaup í kaupfélaginu. Verið í skiptiverslun. Vöruskiptaverslun. Embættismenn og lögfræðingar eru ekki alltaf orðheppnir en kaupmenn aðlaga sig tíðarandanum.

Amazon verslunin þykir ágætt nafn á flæðiverslun, en almenningur verslar sér gjarnan til ánægju, til að svala forvitninni. Reyna eitthvað nýtt í vöruhúsum. Lifandi mál og skemmtun inn á mannamótum, verzla. 

Sigurður Antonsson, 16.10.2021 kl. 11:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dæmið sem nefnt er með notkun nafnorðsins kaup og sagnarinnar að kaupa, er athyglisvert fyrir þá sök, að með hinni nýju notkun er verið að gera málið óskýrara. 

Gott eða slæmt kaup í eintölu þýðir laun, en góð eða slæm kaup nær yfir hagkvæmni kaupanna. 

Að versla og verslun hefur verið samheiti yfir það að kaupa og selja. 

Skýru máli er með hinni nýju notkun fórnað fyrir rugling.  

Ómar Ragnarsson, 16.10.2021 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband