Kia stefnir inn í slaginn á toppnum; en þetta er samt ekki jepplingur.

Það er löng upptalning sem fylgir því sem Kia býður með EV6, nýrri kynslóð rafbíla í slag við þá öflugustu frá Tesla, Benz, Polestar og kó. 

Þessi slagur verður æ áhugaverðari, jafnvel þótt meðaljónar hafi ekki efni á að blanda sér í málið með því að kaupa einn.  

Í hrifningarsælunni yfir glæsikerrunni er þó að einu leyti tekið of djúpt í árinni þegar fullyrt er að þetta sé jepplingur.  

Orðmyndin "jepp" á alls ekki við bíl sem  lítur út eins og fólksbíll og er svo lágur frá jörðu, að það vatnar varla undir hann. 

SUV er skammstöfun fyrir Sport Utility Vehicle, sem útleggst Sportnytjabíll. 

 


mbl.is „Geggjaður bíll!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhaldið löngum í molum og skortur á merkingum. En úrbætur hafnar.

Viðhald íslenskra umferðarmannvirkja hefur lengi verið einn veikasti hlekkurinn á því sviði. 

Hvað hjólin varðar hafa hjólin lengi verið afskipt bæði í byggð og óbyggð. Gott er að vita að í gangi eru úrbætur séu í gangi, því að verkefnin eru æpandi. 

Í annarri viðtengri frétt hér á mbl.is í dag er fjallað um skort á merkingum, eftirliti og viðhaldi merkinga á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er síður þörf á að svipast víðar um til þarfra verka til umbóta.

Til dæmis hefur leiðin frá Reykjavík austur fyrir fjall verið eitt af óteljandi dæmum um það. 


mbl.is Stefna á að ná 100 km innan fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mannvirkjaráðuneyti", söguleg afleiða af "mannvirkjabeltum" á hálendinu.

Fyrir örfáum árum skaut upp kollinum hugtakið "mannvirkjabelti", nýyrði sem spratt af fyrirætlunum Landsnets til að leggja háspennulínur þvers og kruss um hálendið. 

Einstaka sveitarfélög hafa lagst gegn stofnun hálendisþjóðgarðs með þeim rökum meðal annarra að þá yrði komið í veg fyrir virkjanir á því svæði. 

Með því er líka í raun átt við "mannvirkjabelti" sem eru blanda af stórum og smáum virkjunum með tilheyrandi neti af vegum og mannvirkjum, draumur, sem gæti verið í stíl við það, sem sjá má á Hellisheiði. 

Í kjölfar kosningasigurs Framsóknarmanna er nú verið að víkka "mannvirkjabelta"hugsunina upp í gegnum allan strúktur komandi valdakerfis þeirra þannig að sem allra mest af þessum risaframkvæmdum falli beint undir valdsvið flokksins. 

Það er engin furða, því að gríðarlegir beinir hagsmunir máttarstólpa flokksins liggja í kaupum þeirra, jafnvel ráðherra eða fyrrverandi ráðherra, á sem flestum jörðum, sem búa yfir virkjanaréttindum af öllu tagi. 

Áður hefur verið greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga, jafnvel sjálfur kaupfélagsstjórinn, eigi allar slíkar virkjanajarðir á Norðvesturlandi, jafnt fyrir vatnsaflsvirkjanir sem risavaxna vindmyllugarða, sem Hafsteinn Helgason upplýsti nýlega í útvarpsviðtali um að myndu framleiða meira en 5000 megavött, eða langleiðina í þrefalt meiri raforku en nú er framleidd samanlagt hér á landi. 

Hátt í 300 megavött eru núna notuð af íslenskum heimilum og fyrirtækjum, en stóriðjan þarf 1900.  Vindmyllugörðunum einum er því ætlað að framleiða 20 sinnum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa, en þar á ófan eru þegar komnar áætlanir um þúsundir megavatta í vatnsafli og gufuafli, og þessar tröllauknu áætlanir réttlættar með því að það skorti rafmagn handa heimilunum og íslensku fyrirtækjunum!

  


mbl.is Ný ráðuneyti á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband