Átti "það var hægt að svindla" ekki líka við í fyrri kosningum?

Strax í upphafi talningamálsins í Borgarnesi kom fram að svipaðar aðstæður hefðu verið í fyrri kosningum við talningar, ekki innsiglað en atkvæðakassarnir gleymdir í læstu rými. 

Ein helstu rökin sem færð hafa verið fram fyrir því að svo mikil líkindi séu fyrir því að stunda kosningasvindl um daginn, að reikna verði með því að það hafi verið gert. 

"Það var hægt að svindla", er sagt. 

En hvað um fyrri kosningar. Verður að gera ráð fyrir því að þá hafi verið svindlað? 

Og hvað með hið forna meginatriði réttarfars, að allur vafi skuli túlka sakborningi í vil. 

Í umræðunni í talningamálinu hefur verið sögð setningin að "lýðræðið skuli njóta vafans."

En lýðræðið er bara ekki sakborningur í málinu. 


Bylgjan getur orðið langvinn.

Bylgjan farsóttarinnar lætur engan bilbug á sér finna og nú vofir yfir hætta á að nýtt og enn skæðara afbrigði berist til Evrópu frá Afríku. 

Verðlækkanir eru strax komnar í kauphallirnar.  

Á sama tíma er rekinn mikill andróður gegn bólusetningu rétt eins og afnám varna sé rétta leiðin í þessu máli. 

Allt er þetta er með miklum ólíkindum. 


mbl.is 149 smit innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband