Um áratuga skeið á síðustu öld var það hefð hjá Alþýðuflokknum að fara ekki í stjórn nema fá félagsmálaráðuneytið í sinn hlut. Svipað gilti hjá Sjálfstæðisflokknum varðandi dómsmálaráðuneytið.
Fylgistap Vinstri grænna kemur þeim nú illilega í koll við það að missa umhverfisráðuneytið einmitt núna, þegar ásókn Framsóknar og Sjalla í skefjalausan hernað gegn íslenskri náttúru hefur verið hert til muna.
Þetta kann að breyta því hve margir, sem hafa stutt aðra flokka, hafa stutt þetta stjórnarmynstur í skoðanakönnunum fram að þessu og gerbreyta vígstöðunni fyrir Vinstri græna.
![]() |
Ríkisstjórnarmyndun samþykkt af öllum flokkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.11.2021 | 12:31
Stríðið endalausa, allur varinn góður.
Stríðið við sýkla og veirur er og verður stríðið endalausa og um hvern og einn gildir að allur er varinn góður.
Vegna stökkbreytinga þurfa vísindin jafnt sem allur almenningur að verjast af alefli, og svo er að heyra að góð von sé til þess að efla sóttvarnir og bóluefni nægilega til að halda velli.
En, allur er varinn góður og sem flestir þurfa að vinna saman í baráttunni.
![]() |
Þróun bóluefnis gegn nýju afbrigði yrði hröð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)