Gott er að alvarlegt vandamál í fyrstu hefur minnkað mikið.

Í upphafi notkunar Landeyjahafnar blés ekki byrlega fyrir rekstri hennar. Um svipað leyti gaus í Eyjafjallajökli og mikið af aurframburði barst niður farveg Markarfljóts og ríkjandi hafstraumur til vesturs meðfram suðurströndinni bar stóran hluta hans inn í í hafnarmynnið og inn í höfnina. 

Hefði gosið nokkrum árum fyrr er hugsanlegt að hætt hefði við höfnina eða gerð hennar frestar. 

En menn sátu uppi með gerðan hlut og ákváðu að taka slaginn við að reka höfnina og bæta hana og búnað allan. 

Nýtt og hentugra skip var keypt auk hvers kyns búnaðar, sem hægt var að nýta til að auka nýtingarhlutfall hafnarinnar smám saman svo mjög að nú er staðan miklu betri en leit lengi út fyrir.  

Eftir stendur, að ekki má gleyma því hlutverki sem flugsamgöngur við Eyjar leika og skapa þeim og fólkinu þar einstakar aðstæður sem samfélagið verður að bæta upp eftir föngum, ekki síst vegna þess stóra framlags til þjóðartekna og gjaldeyrisöflunar sem Eyjamenn leggja. 


mbl.is Alltaf nýjar upplýsingar um dýpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband