Súlnasalurinn; einstæður á sinni tíð og sagnaslóð.

Fyrir tæpum sex áratugum var stærsti skemmtistaðurinn í Reykjavík á við Skaftahlíð og hét Lídó. 

Þetta var ferhyrndur salur, líkt og salurinn á Hótel Borg hafði verið á undan honum sem flottasti skemmtistaður Reykjavíkur.   

Við fyrstu athugun var erfitt að sjá að hægt yrði að gera betur í þessum efnum í hinu nýja hóteli við Melatorg, sem var að rísa.  

En arkitektar hússins sáu við því með því að gera bogadregna tveggja hæða viðbyggingu út úr norðvesturhorni hússins og leysa vandamál varðandi rými til veitinga, funda og dansleikja í einum og sama salnum með því að hafa hringlaga dansgólfið þannig útbúið í miðjum salnum, að hægt væri að hækka það þannig upp með þar til gerðum súlum undir því, að það gæti nýst sem leiksvið á samkomum, en orðið á svipstundu að nógu stóru dansgólfi.  

Þetta var alger nýjung hér á landi og enda þótt salurinn í heild bryti helstu reglur um það hvernig best væri að ræðumenn eða aðrir, sem kæmu þarna fram, sneru gagnvart áhorfendum, varð Súlnasalurinn strax langflottasti skemmtistaður landsins.  

Ekki spillti fyrir að vinsælustu hljómsveitirnar, fyrst hljómsveit Svavars Gests og síðar Ragnars Bjarnasonar, léku þar fyrir dansi. 

Þegar Súlnasalurinn var þétt setinn, sneru þeir sem þar komu fram aðeins að 40 prósentum áhorfenda en hlið eða baki að 60 prósentum. 

En slíkt var aðdráttarafl þessa salar, að hann var sjálfkjörinn vettvangur fyrir helstu samkvæmin á Íslandi svo sem þegar frægir erlendir ráðamenn komu í heimsókn, til dæmis Edward Heath forsætisráðherra Breta, sem var þar heiðursgestur á árshátíð Blaðamannafélags Íslands. 

Einnig vettvangur atburða á borð við fundi NATÓ og fleiri alþjóðasamtaka. 

Súlnasalurinn er merkilegur sögustaður á flesta lund sem á það skilið að vel sé vandað til þess hvernig honum er ráðstafað.   

 


mbl.is Mikill áhugi á Hótel Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefðum við getað orðið fyrstir í bóluefnakapphlaupinu?

Síðustu mánuði hefur verið uppi sú kenning hér á landi, að ef við Íslendingar hefðum strax sagt okkur frá samfloti Evrópuríkja í kaupum á bóluefni, hefðum við getað brunað fram úr öllum ásamt Ísraelsmönnum, Bretum og Bandaríkjamönnum. Var Ísrael nefnt sérstaklega sem dæmi um frábæran árangur æskilegrar ýtni í þessum málum.  

Einnig reis hér eins konar byglja átrúnaðar á það að geta bólusett alla þjóðina fyrir vorið með því að nýta okkur smæð þjóðarinnar og það hve afskekkt og einangrað land okkar er. 

Í ljós hefur komið að helstu rökin fyrir því að tilraunaleiðin var farin reyndust verða helstu rökin fyrir því að það reyndis ekki hægt. 

Við vorum of fá og með of fá tilfelli til þess að þetta gæti gefið árangur. 

Þá stendur eftir spurningin um það hvort sá kostur hve við værum fá, hefði skilað okkur sigri í hinu alþjóðlega kapphlaupi um bóluefnakaup. 

Hugsunin á bak við þá trú virtist byggja á því, meðal annars, að smæðin gerði það auðveldara fyrir okkur að "skjótast fram fyrir". Bóluefnaframleiðendurnir myndu stökkva á það hve auðvelt væri að uppfylla svona litla kröfu hvað höfðatöluna varðaði. 

Nú var þetta reyndar ekki gert, svo að erfitt er að fullyrða neitt.  

Þó má spyrja, hvort smæðin hefði háð okkur, líkt og verður þegar fólk hyggst rýma sal, og hinir stóru og sterkari troða hina smáu undir.  

Einnig, hvort það hefðu verið eitthvað meiri líkur til þess að þessi leið hefði reynst eitthvað betur heldur en tilraunarleiðin, sem búið var að tala upp í hæstu hæðir fyrir aðeins fáum dögum. 


mbl.is Von der Leyen viðurkennir hægagang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír hvítir dagar í Reykjavík í 120 daga.

Þrátt fyrir alla ofurtækni nútímans berja tugþúsundir nagladekkja bíla götur höfuðborgarsvæðisins dag eftir dag, viku eftir viku og nánuð eftir mánuð.

Heilsuspillandi svifryk og mikið slit á götum eru beinar afleiðingar þessa.   

Aðeins þrír dagar hafa verið alhvítir af 120 síðan í október og á slíkum dögum er ausið salti á göturnar.

Götur sambærilegra norrænna borga eru þrifnar tvisvar til þrisvar sinnum oftar en göturnar hér. 

Samanlögð auka hálka af völdum naglanna er augljóslega miklu meiri en hálkan þá fáu daga sem hún er. 

Sem dæmi um áhrif tjörunnar á dekk má nefna, að þegar jöklajeppamenn fara á fjöll stansa þeir þar sem komið er að snjónun og nota tjöruhreinsilög til að þvo dekkin til auka grip þeirra. 

Yfir göturnar leggst tjörulag, sem gerir yfirborðið sleipt í rigningu og það eitt veldur aukinni árekstrahættu. 

Eins og Jón Ársæll sagði löngum: "Svona er Ísland í dag."  Og verður áfram.  

 


mbl.is Vænta má snjókomu með köflum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband