Að sigla í góðu veðri um Færeysku sundin er alveg einstakt!

Norðurslóðir við Atlantshafið búa yfir stórum svæðum með alveg einstaklega tignarlegu og íðilfögru fjarðalandslagi. Þrjú lönd eru oftast nefnd varðandi þetta, Grænland með sína næstum óendalega lögu fjarðarstrandir bæði vesturströndinni og austurströndinni, Ísland með Vestfirði og Austfirði og siðan Noreg með þvílíkt fjarðalandslag, að það er í sérflokki í veröldinni. 

Og þó?  Færeyjar loftmynd

Yfirleitt gleymist fjórða landið, Færeyjar. Háloftamynd Þráins Hafsteinssonar flugstjóra af eyjunum í tæru veðri sýnir vel þetta einstaka landslag með öllum sínum löngu og mjóu sundum á milli þverhníptra fjalla á báðar hendur. 

Síðuhafi átti þess kost sumarið 1955 þegar það rigndi stanslaust heima allt sumarið, að vera aðeins fjórtán ára gamall farþegi á skipinu Dronning Alexandrine frá Reykjavík til Kaupmannahafnar og aftur til baka sex vikum síðar, og vera svo einstaklega heppinn að það var heiðskírt veður og logn í Færeyjum í bæði skiptin.   

Siglt var á útleið til Klakksvíkur, sem er ljósum prýdd á myndinni, síðan þaðan til Þórshafnar um þessi stórkostlegu sund, og að lokum komið við í Trangisvogi á Suðurey. 

Þetta var svo ógleymanleg og einstök upplifun og opinberun, og ekki síður að stíga færeyskan dans heila sumarnótt á heimleiðinni, að slikt gerist bara einu sinni á ævinni. 

Fyrir bragðið er varla þorandi að reyna þetta aftur nema þá að fljúga í gegnum sundin á lítilli flugvél í svona veðri. 


mbl.is Á flugi yfir Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kyrrsettar vélar og kyrrsett fólk = Fleiri bilanir og minni ending.

Þegar kófinu slotar standa flugfélög og flugvélaeigendur frammi fyrir áður óþekktu vandamáli: Það kostar bæði mikla vinnu og fé að geta látið vélarnar fara að fljúga aftur.

Hreyfingarleysi vélanna hefur valdið því að fjölmargir hlutar og partar þeirra eru í mun lakara og vafasamara ástandi en hefði verið ef þær hefðu verið í hæfilega mikilli reglubundinni notkun.

Svipað er að segja um flugmennina sjálfa. Um þá gildir að ef þeir láta líða of lengi á milli þess að fljúga þeim vélum sem þeir hafa réttindi á og flúga í því flugi, sem þeir hafa réttindi í, missa þeir réttindin og þá getur orðið heilmikið mál að endurheimta þau. 

Þetta er nefnt hér til að skoða tímabær ummæli Þorgríms Þráinssonar í heppilegu ljósi og sjá hve víða gildir svipað um endingu og not vélbúnaðar. hæfni og endingu og um not og ástand mannslikamans.

Margra ára reynsla af því að varðveita nokkra fornbíla í ökufæru ástandi með lágmarks viðhaldi leiddi í ljós, að enda þótt það kostaði fé og fyrirhöfn að aka bílunum með reglulegu millibili minnst einu sinni í mánuði og nægileg lengi í hvert sinn til þess að allir hlutar bílsins yrðu heitir og liðkaðir til, lengdi þetta endingu þeirra og stórminnkaði bilanatíðni. 

Svipuð reynsla hefur fengist í meira en hálfrar aldar flugi síðuhafa með þeirri persónulegu lágmarkskröfu að taka rösklegt æfingaflug að minnsta kosti á þriggja vikna fresti. 

Ef margs konar reynsla af því tagi sem hér er lýst er skoðuð, sést hve mikil nauðsyn það er hverri manneskju að vera í þjálfun á alla lund. 

Rannsóknir sýna til dæmis að varðandi ástands heilans og hugsunarinnar er afar mikilvægt að halda honum í þjálfun með því að láta hann hafa nóg að gera við að leysa krefjandi verkefni.  

 


mbl.is Allt í einu voru til milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband