Svínvirkar aðferð svarta listans áfram hjá Trump?

Atburðir síðustu vikna virðast litlu breyta hjá Donald Trump. Ein þekktasta aðferð hans til að ná völdum, áhrifum og fé var sett fram af honum sjálfum fyrir margt löngu þegar hann í bók lýsti því hvaða aðferð ætti að nota í viðskiptum og valdabaráttu:

"Færa inn á sérstakan lista nöfn allra þeirra sem gætu veitt samkeppni eða gert eitthvað á hluta viðkomandi ritara listans, og einnig að færa þar allt inn sem hægt væri "að hafa á hann" til þess að ná honum niður."

Tilvist svona lista er ekkert leyndarmál, því að tilvist svona lista ein hræðir og skapar ótta hjá þeim, sem þar eru settir á blað. Mitch McConnel sér nú sína sæng upp reidda: Honum og öðrum, sem makka ekki rétt  mun verða rutt úr þingsætum sínum og embættum miskunnarlaust.

Og Trump nefnir dæmi um það mikla vald, sem hann hafi haft og notað til að ryðja óþægum i burtu eða að umbuna þægum. 

Í frægu símtali sínu við innanríkisráðherra Georgíu margítrekaði Trump þá hótun, að ráðherrann stofnaði sér í mikla hættu með því að hlýða sér ekki í hvívetna. 

Engan þarf að undra þótt tilvist svona svarts lista sé viðurkennd aðferð hjá Trump til að afla sér valda og frama. 

Hún dugði vel í viðskiptum og í fjölda gjaldþrotamála Trumps, sem hann vann frækilegan sigur í hvert einasta sinn, og var eyðing eins af spilavítum hans, sem sýnd var á sjónvarpsstöðvum í kvöld eitt dæmið um sigurgönguna miklu og tákn um komandi sigurgöngu til embættis forseta BNA eftir fjögur ár með skilvirkri notkun svarta listans. 


mbl.is Trump setur McConnell í sigtið hjá sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Afhendingaröryggi til heimila og fyrirtækja" - les: ...til stóriðju og sæstrengja.

Gömul og síendurtekin frétt prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag: "Tenging varði þjóðaröryggi."

Þessi frétt hefur lengi verið síbylja í mismunandi búningi til þess að knýja fram þá framtíðarsýn að landið allt verði njörvað í risavaxnar háspennulínur þvers og kruss frá ströndum til innsta hálendis svo að hægt verði að ljúka við að virkja allar a virkjanlega orku landsins, fyrst fyrir stóriðjuna en síðar einnig fyrir komandi sæstrengi. 

Þegar minnst hefur verið á sæstreng er alltaf talað um hann í eintölu, þótt vitað sé, strengirnir þurfa að vera minnst tveir, jafnvel fleiri. vegna kröfunnar um afhendingaröryggi sem verður endurnýjuð um leið og búið er að semja um strenginn mikla,. 

Síbyljan um afendingaröruggið um afhendingaröryggi til íslenskra heimila og fyrirtækja hefur endurnýjast í hvert sinn þegar stórfelldar bilanir hafa orðið í raflínukerfinu, sem er ætlað þessum notendum, en ævinlega hefur í raun verið um þrýsting að ræða fyrir risalínur til stóriðjunnar, þott biluðu línurnar séu nær alltaf gamlar, úr sér gengnar og úreltar línur sem hafa liðið fyrir forganginn sem lagning risavaxinna lína fyrir stóriðjuna hefur haft. 


mbl.is Beint: Uppsöfnuð viðhaldsþörf á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband