"Afhendingaröryggi til heimila og fyrirtækja" - les: ...til stóriðju og sæstrengja.

Gömul og síendurtekin frétt prýðir forsíðu Fréttablaðsins í dag: "Tenging varði þjóðaröryggi."

Þessi frétt hefur lengi verið síbylja í mismunandi búningi til þess að knýja fram þá framtíðarsýn að landið allt verði njörvað í risavaxnar háspennulínur þvers og kruss frá ströndum til innsta hálendis svo að hægt verði að ljúka við að virkja allar a virkjanlega orku landsins, fyrst fyrir stóriðjuna en síðar einnig fyrir komandi sæstrengi. 

Þegar minnst hefur verið á sæstreng er alltaf talað um hann í eintölu, þótt vitað sé, strengirnir þurfa að vera minnst tveir, jafnvel fleiri. vegna kröfunnar um afhendingaröryggi sem verður endurnýjuð um leið og búið er að semja um strenginn mikla,. 

Síbyljan um afendingaröruggið um afhendingaröryggi til íslenskra heimila og fyrirtækja hefur endurnýjast í hvert sinn þegar stórfelldar bilanir hafa orðið í raflínukerfinu, sem er ætlað þessum notendum, en ævinlega hefur í raun verið um þrýsting að ræða fyrir risalínur til stóriðjunnar, þott biluðu línurnar séu nær alltaf gamlar, úr sér gengnar og úreltar línur sem hafa liðið fyrir forganginn sem lagning risavaxinna lína fyrir stóriðjuna hefur haft. 


mbl.is Beint: Uppsöfnuð viðhaldsþörf á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband