Höfðinn; hans tími hlaut að koma.

Fram að miðju síðustu aldar réði sú hugsun ríkjum í skipulagsmálum Reykjavíkur, að þungamiðja byggðarinnar væru við Tjörnina, og til að undirstrika þessa hugsun var Hringbraut sett niður í skipulagið sem umlukti hana. 

Þjóðleiðir mættust í Kvosinni, um það svæði lá önnur þeirra af hafi í formi sjóflutninga, en í landi tók við þjóðleið landflutninga austur að Elliðaám, þar sem hún greindist til tveggja átta, til norðurs, norðvesturs og alla leið austur á land um Vesturlandsveg, frá Elliðaánum áfram til austurs um Suðurland, en þriðja leiðin greindist frá strax við Öskjuhlíð suður til Hafnarfjarðar og Suðurnesja. 

Í Reykjavík bjuggu um 40 þúsund manns 1940 en nú búa finmfalt fleiri á höfuðborgarsvæðinu. 

En hið furðulega gerðist að gamla hugsunin um Vatnsmýrina sem nafla alheimsins hefur haldið velli langleiðina fram á þennan dag. Og það er ekki fyrr en fyrst nú sem heljar mikið malarnám hefur loksins vikið á brott af Árthúshöfðanum.   

Um daginn hraut af vörum borgarstjórans að Ártúnshöfðasvæðið væri afar dýrmætt vegna hinnar miðlægu legu sinnar. 

Þetta má heita tímamótayfirlýsing, knúin fram af þeirri staðreynd að stærstu krossgötur landsins eru fyrir löngu farnar úr Kvosinni og eru nú á svæðinu Snárinn-Mjódd-Skemmuhverfi-Ártúnshöfði. 

Nú er að sjá af allri þeirri umfjöllun, sem Höfðinn hefur fengið í sambandi við nálægð sína við Sundabraut, Borgarlínu og aðrar aðalumferðaræðar, að tími hans sé loksins kominn. 

Það var mikið!


mbl.is Kynna tillögur að 20 þúsund íbúa hverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað skyldi verðið á græna blettinum á Evrópukortinu geta orðið hátt?

Íbúar Evrópu eru alls um 740 milljónir samtals er allt er talið. Bæta má við íbúum Norður-Ameríku og talan er komin yfi þúsund milljónir.  

Þetta fólk er 2000 sinnum fjölmennara en Ísland og það vekur spurninguna um það hve mikils virði það kunni að verða í peningum ef Ísland er eini græni bletturinn á covid-Evrópukortinu.

Verðið á græna blettinum gæti orðið mörg hundruð milljarða, jafnvel yfir þúsund milljarða, ekkert síður en að tapið samtals hingað til hefur verið metið í slíkum upphæðum.  

Gallinn við þetta er þó sá, að sé meira og minna ómögulegt að ferðast í hinum löndunum eða á milli þeirra, stoðar litt þótt Ísland sé eitt og sér grænt og nánast veirufrítt. 

Óvissuþættirnir eru margir, en engu að síður liggur hitt ljóst fyrir: Ef Ísland er eldrautt er nokkurn veginn 100 prósent víst að við fáum ekkert af vaxandi ferðamannastraumi til okkar þótt löndin allt i kringum okkar grænki þegar farsóttinni tæki að slota í þeim. 


mbl.is Gusa af fyrirspurnum frá Íslendingum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein af helstu ástæðunum og áminning um að vera á varðbergi.

Nýja veiruafbrigðið í Noregi sýnir nauðsyn þess að hafa stökkbreytingaaeðli hennar vel í huga í sóttvarnaraðgerðum vegna hennar. 

Það hefur mátt sjá á Covid kortum að undanförnu, að nyrðri hluti Noregs hefur ásamt Íslandi verið sá kimi Evrópu þar sem smit er minnst. 

Tilkoma stökkbreyttrar veiru hjá frændum vorum er því áminning til okkar um að standa vaktina vel á þeim lokamánuðum, sem framundan eru í baráttunni við vággestinn.

Það yrði grátlegt að glutra niður góðu ástandi innanlands á síðasta sprettinum þar til að áhrif bólusetninga fara að koma fram. 

 


mbl.is Nýtt veiruafbrigði í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband