Hvað skyldi verðið á græna blettinum á Evrópukortinu geta orðið hátt?

Íbúar Evrópu eru alls um 740 milljónir samtals er allt er talið. Bæta má við íbúum Norður-Ameríku og talan er komin yfi þúsund milljónir.  

Þetta fólk er 2000 sinnum fjölmennara en Ísland og það vekur spurninguna um það hve mikils virði það kunni að verða í peningum ef Ísland er eini græni bletturinn á covid-Evrópukortinu.

Verðið á græna blettinum gæti orðið mörg hundruð milljarða, jafnvel yfir þúsund milljarða, ekkert síður en að tapið samtals hingað til hefur verið metið í slíkum upphæðum.  

Gallinn við þetta er þó sá, að sé meira og minna ómögulegt að ferðast í hinum löndunum eða á milli þeirra, stoðar litt þótt Ísland sé eitt og sér grænt og nánast veirufrítt. 

Óvissuþættirnir eru margir, en engu að síður liggur hitt ljóst fyrir: Ef Ísland er eldrautt er nokkurn veginn 100 prósent víst að við fáum ekkert af vaxandi ferðamannastraumi til okkar þótt löndin allt i kringum okkar grænki þegar farsóttinni tæki að slota í þeim. 


mbl.is Gusa af fyrirspurnum frá Íslendingum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það sem bannað er að selja hefur ekkert verð.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.2.2021 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband