Mikilvægt að lama ekki heilbrigðisstarfsemi og rannsóknir utan sóttvarnanna.

Þegar fyrri bylgjur kófsins risu sem hæst lá hættan vegna álagsins af völdum veirunnar á meðferð heilbrigðiskerfisins á Covid-sjúklingum, heldur birtist önnur og lúmskari vá utan sóttvarnaraðgerðanna í formi minnkandi getu á öðrum sviðum við rannsóknir og meðferð á öðrum sjúkdómum. 

Þegar þetta birtist er það meðal annars fólgið í því að biðlistar eftir bráðnauðsynlegum rannsóknum og annarri brýnni meðferð lengjast, en þegar um banvæna sjúkdóma er að ræða, getur slíkt valdið ótímabærum dauðsföllum.  

Þess vegna skyldi ekki vanmeta gildi þess árangurs sem nú hefur náðst og verður vonandi til þess að "fjórða bylgjan" nái ekki að rísa. 

Gott ástand án nýrrar bylgju er áreiðanlega afar mikilvægt til þess að leið þjóðarinnar út úr faraldrinum verði sem greiðust og hröðust í lokin. 


mbl.is Reiðubúin ef fjórða bylgjan fer af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er málnotkun Íslendinga "að fara að vera klárlega beisikly á hærra leveli"?

"Fréttir verða næst klukkan sex. Þangað til, verið þið sæl." Nokkurn veginn svona orðalag má heyra oft á hverjum degi í lok einstakra þátta á ljósvakanum þar sem stutt er þangað til næsti þáttur verði, jafnvel eftir tvær stundir. 

Sérkennileg kveðja að óska fólki þess einungis að því líði vel til ákveðins tíma, oft ekki lengur en í tvo til þrjá tíma, en alls ekki lengur. 

Nafháttarsýki og enskuslettur sækja sífellt á. Nú virðast fáir geta talað um að eitthvað sé gott eða vel gert, heldur er sí og æ talað um að þetta eða hitt sé á háum leveli. 

Sérkennilegt að beygja þetta enska orð á sama tíma sem íslensk heiti eins og Útilíf og Hagkaup eru ekki beygð heldur talað að vera í Útlilíf og á Útilíf.  

Tískuorðin klárlega og beisikly eru mjög "in" og ekki má gleyma nafnháttarsýkinni sem birtist til dæmis í setningum eins og "það var hægt að sjá að hann var ekki að fara að verja þennan bolta". 


Vetrarfegurðin gefur sumarfegurðinni ekkert eftir.

Mörg svæði á Íslandi, svo sem Friðland að Fjallabaki, Kverkfjöll, Lónsöræfi og Hornstrandir búa yfir slíkri litadýrð og fegurð að sumarlagi, að þeir, sem aðeins þekkja þessar náttúruperlur að sumarlagi, eiga erfitt með að ímynda sér að þau njóti sín í hvitri umgjörð vetrarins. 

Stundum fylgir einhver dulúð tindum og fjöllum í vetrarbúningi sem lyftir huga áhorfandans. Baula. Vetur

Það er hins vegar afar yfirborðsleg ályktun, slíkir eru töfrar þessara svæða í faðmi vetrarríkisins þegar alger dauðakyrrð, logn blá heiðríkja magna einstæðan seið, sem hrífur ferðamanninn jafnvel enn meira að vetrarlagi en sumarlagi. 

Þá birtast til dæmis andstæður íss og elds enn betur en á nokkrum öðrum árstíma. 

Þetta þekkja allir þeir sem veita sér þann munað að nálgast þessar gersemar, hver sem ferðamátinn er.Eldvörp syðrihl.horf til na 

Stundum má sjá vissa fordóma birtast í dómum þeirra sem einblína á ferðamátann og álykta út frá honum.  

Sem dæmi má nefna þá sem halda að jeppamenn geti ekki verið náttúruunnendur, en það er mesti misskilningur, því að í hverju ferðalagi er stansað iðulega og öræfakyrrðarinnar notið í botn. 

Annar misskilningur er sá að það sé aðeins á færi moldríkra að hafa efni á að flagga tíu milljón króna jöklajeppa. 

Á þeim 25 árum sem síðuhafi hefur vegna starfa síns haft yfir jeppa að ráða, sem kæmist í jöklaferðir, hefur farartækið verið langt innan við einnar milljónr króna virði en farið í langar og erfiðar ferðir um miðhálendið og jöklana.Suzuki Grand Vitara og Kerlingarfjöll. 

Núna eru jepparnir tveir, Suzuki Grand Vitara dísil 35 tommu breyttur, árgerð 1998. Hann vegur aðeins 1480 kíló og samkvæmt flotformúlu jökladekkja er hann með jafn mikið eða flot á snjó og Toyota Hi-lux á 38 tommu dekkjum. 

Hér sést hann á vetrarmorgni nálægt Setri með Kerlingafjöll í baksýn. 

Lipurð og léttleiki eru aðall þessa jappa sem og mikil sparneytni 2ja lítra dísilvélarinna. 

Almannavarnir og sýslumenn eiga það til að banna alla umferð á ákveðnum svæðum, nema ef jeppar eru með 38 tommu dekk eða stærri. 13323165_10209874733412758_423720154868864007_o

Til að setja undir þennan leka hefur síðustu 17 ár verið tiltækur 48 ára gamall Range Rover með Nissan Laurel dísilvél á 38 tommu dekkjum, sem hefur fengið viðurnefnið Kötlujeppinn.  

Ef krafa er gerð um 38 tommu dekk er hægt að grípa í þennan gamla bíl, sem hér sést á Öskjuleið að vetri til með Upptyppinga í baksýn. 

 


mbl.is Ævintýri undir Dyrfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband