Sérkennilegt ástand í kreppu: M.a. "heilsárs jólasveinn."

Það sést vel á nýjustu aðgerðum Bandaríkjamanna til að vinna á móti afleiðingum heimsfaraldurins og svipuðum aðgerðum, sem hér á landi hefur verið beitt, að í notkun er hagfræði, sem átti sér upphaf í kreppunni miklu 1930-1940 og fólst í þeirri kennisetningu, að í góðæri eigi að draga úr opinberum fjárfestingum til að minnka hættu á of mikilli þenslu, en beita hins vegar opinberum fjárfestingum til að minnka áhrif mikils samdráttar á krepputímum. 

Reynslan af þessu eftir bankahrunið 2008 varð sú, að enda þótt farið hefði verið´út í stórfelldar aðgerðir þá, hefði átt að taka miklu hraustlegar til þeirra aðgerða. 

Það hefur nú verið gert bæði vestra og hér vegna heimsfaraldursins og er mörgum um og ó hér á landi vegna þess að ríkið tapar milljarði króna á hverjum degi að jafnaði. 

Þegar um aðgerðir ríkisstjórnar þriggja flokka er að ræða er getur aðstaða ráðherranna verið misjöfn til að fá sem mest af þessum aðgerðum í hlut sinna málaflokka. 

Það er oft tilhneiging til þess að setja mikla fjármuni í svonefndar atvinnuskapandi aðgerðir, sem eru út af fyrir sig eðlilegar vegna þess að ekkert fyrirbæri kreppuástands er eins illvígt og atvinnuleysi. 

Þá eru alls konar verklegar framkvæmdir sem styrkja jafnframt svonefnda innviði oft nærtækar lausnir, svo að jafnvel geti verið um of á kostnað annarra málaflokka. 

Staða Framsóknarflokksins varðandi ráðuneytin er sú, að hann er með marga atvinnuskapandi málaflokka á sínum snærum, og athyglisvert hefur verið hve oft Sigurður Ingi Jóhannsson hefur leikið eins konar heils árs jólasvein í þessum efnum. 

Vegna umtalsins og athyglinnar sem slíkt hefur vakið, allt að því daglega, læðist því sú hugsun að, að það sé ekki tilviljun að uppskeran felist í auknu fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir, hvað sem síðar á eftir að verða.  


mbl.is Framsókn nær vopnum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sprengigos eða ekki sprengigos, það er málið.

Fleyg orð Hamlets, sem í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns hljóða svona; "Að vera eða vera ekki, það er málið" koma upp í hugann varðandi vangaveltur um sprengigos nálægt eyðibýlinu Ísólfsskála um sjö kílómetrum fyrir austan Grindavík. 

Nefna má nokkur gos sem hliðstæðu varðandi efann um það hvort sprengigos yrði. 

Í Surtseyjargosinu 1953 hófst gosið að sjálfsögðu sem sprengigos vegna þess að það var á hafsbotni. 

Þegar leið á gosið hlóðst gjóskan upp og um leið og gosið kom úr gígum á eyjunni, breyttist það í hraunggos. 

Í upphafi Heimaeyjargossins náð gossprungan í blábyrjun gossins út í sjó en ekki á nógu miklu dýpi til að hamla því að hraunrennsli væri úr sprungunni og myndað fljótt litla gíga þar sem einn varð að lokum stærstur eftir. 

Þó kom það mikil aska upp úr honum, að hún olli miklu tjóni þegar hún féll yfir byggðina.

Þetta upphaf Heimaeyjargossins minnir dálítið á það sem er að gerast  

Aðstæður við enda kvikugangsins í Nátthaga, skammt norðaustan við Ísólfssála eru þannig, að lengist hann nógu langt út í sjó til þess að kvika gjósi þar upp af hafsbotni, gæti sú kvika búið til sprengigos í upphafi goss. 

En líklegra, miðað við ástandið nú og kvikuflæðið í enda gangsins, er að komi gos þar upp, verði það flæðigos.   

Þess má geta, að í upphafi Kröflugossins í desember l975 kom kvikan upp í hverasvæði og var í mynd sprengigoss til að byrja með vegna snertingarinnar við gegsósa jörðina. 

En þetta fyrsta gos var afar lítið og hraunið frá því hálfgerður ræfill. 

Það átti eftir að breytast síðar og alls varð hraunið sem kom upp í níu gosum 33 ferkílómetrar. 


mbl.is Meðan gangurinn stækkar þarf að gera ráð fyrir gosi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vestur-Íslendingar á eyju í Michiganvatni: Tvær ferjur, ekki ein.

Út í Michiganvatn að vestanverður gengur langur skagi, Dyraskagi í Dyrahéraði. (Door-County). 

Í landnámi skagans á 19. öld röðuðu Norðurlandaþjóðir sér á þennan skaga, þannig að þegar flaggað er á skaganum, eru dsnskir fánar mest áberandi syðst, sænskir taka við utar, en yst eru norskir. 

Hvar eru þá Íslendingarnir?

Jú, ef staðið er við höfnina yst á skaganum og skyggnst til vatns, sést flöt eyja við sjóndeildarhring. Þangað fóru Íslendinganir á áttunda áratug 19. aldar. 

Núna eru íbúarnir um 700. 

Tvær ferjur ganga milli eyjarinnar og lands, TVÆR FERJUR, ekki ein. Íslendingarnir vissu hvað var nauðsynlegt í samgöngum, því ekkert pláss er fyrir stóran flugvöll á eyjunni né fé fyrir áætlunarflug. Tveggja brauta smávöllur er þar þó. 

Ferjurnar bera heitið KARFI og EYRARBAKKI. Stærsta húsið við höfnina heitið Matsöluhús. Yfir dyrunum tveimur á snyrtingunum eru skilti, sem á stendur: "Men" og "Stúlka" 

Í kirkjugarðinum er ein stytta langstærst. Hún er af Þórði Guðmundssyni, lækni frá Eyrarbakka, sem bjargaði mörgum mannslífum í hallæri, sem gekk yfir þetta landnám fyrstu ár þess. 

 


mbl.is Fönix kominn að Baldri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband