Forsendan fyrir flugvelli er að engin hætta sé á eldgosi á Reykjanesskaganum.

Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur hefur nú dregið fram þá skjalfestu forsendu Rögnunefndarinnar svonefndu fyrir svonefndum Hvassahraunsflugvelli að engin hætta væri á náttúruvá vegna eldgoss á Reykjanesskaga næstu aldirnar. 

Nú hefur þeirri spurningu verið svarað all hressilega.  

Nokkra kílómetra fyrir suðaustan Rjúpnadalahraun eða Almenninga, svæðisins sem flugvöllurinn á að koma á, liggur um 25 kílómetra langt sprungusvæði sem hefur ausið eldhraunum yfir allt svæðið frá Völlunum í Hafnarfirði og suður úr. 

Þótt bæði sé unnið að því að Aiureyrarflugvöllur og Egilsstaðaflugvöllur geti gagnast fyrir alvöru sem varaflugvellir Keflavíkurflugvallar, er hvort tveggja, að þar er alllangt í land, og hitt, að vegna vegna fjarlægðar og hæða hindrana gagnast þeir ekki nema takmarkað í ákveðnum skilyrðum þegar um er að ræða flug eftir flugtak á Íslandi með fullhlaðna vél. 

Á Keflavíkurflugvelli háttar svo til að Reykjavíkurflugvöllur gerir gagn sem skráður varaflugvöllur við flugtak þegar skyggni er of lélegt til lendingar þar eftir flugtak, þótt skyggnið sé nógu gott í flugtakinu sjálfu. 

Nýju Boeing 737 þotur Icelandair eru brautarfrekari fullhlaðnar en Boeing 757 og því er mikið hagræði að geta haft varaflugvöllinn í jafn góðu og stuttu og færi og Reykjavíkurflugvöllur er. 

Í umræðu hér á síðunni nýlega var spurt, hvenær og hve oft hefði reynt á þennan möguleika til nauðlendingar.  

Sá, sem því slengdi fram virtist vilja miða við raunverulega nauðlendingu. 

En enginn flugstjóri veit fyrirfram hvenær hreyfilbilun getur orðið. 

En hann aflar sér flugtaksheimildar í fyrrnefndum aðstæðum af svipuðum ástæðum og að hann hefur flugvélina búna björgunarvestum og öðrum björgunarbúnaði, sem miðast við nauðlendingu á sjó eða vatni. 

Hann getur ekki vitað fyrirfram hvenæar til notkunar þessa búnaðar kynni að koma. 

Og reyndir íslenskir flugstjórar hafa upplýst, að það hafi marg sinnis komið sér vel að þurfa ekki að vísa farþegum frá borði eða bera út fragt eða farangur þegar háttar þannig til eins og lýst er hér að ofan:  Skyggni nógu gott til flugtaks en of lélegt til lendingar. 

En vegna veðurskilyrða eru margir dagar á ári, sem Reykjavíkurflugvöllur er með nægt skyggni í ssuðaustan og sunnanáttum þegar þær gera skilyrðin of slæm á Keflavíkurflugvelli. 


mbl.is Sýnir að Hvassahraunið er ekki hættulaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrír létust af völdum eldgosa á síðustu öld.

Skjalfest eru þrjú dauðsföll hér á landi á síðustu öld, einn maður af völdum Kötlugsssins 1918, einn vegna veltandi bjargs í Heklugosinu 1947 og einn vegna gasmengunar í Heimaeyjargosinu 1973. 

Í öll skiptin var engin leið að sjá atvikin fyrir, því að slíkt getur verið á svo marga vegu ófyrirsjáanlegt að séstaka aðgát verður að hafa og mun meiri en margir hafa sýnt nú í Fagradalsfjallsgosinu. 

Mikil mildi var að ekki skyldu fleiri farast í Kötlugosinu og raunar eru áhöld um það hvort skrifa eigi eina dauðsfallið þar beint á gosið. 


mbl.is Fólk vanmeti aðstæður við gosstöðvarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ætti að vera hægt að leysa öryggismál í sóttvörnum í flugi á tækniöld.

Rétt eins og það hefur verið hægt með notkun ýtrustu tækni nútímans til þess að ná fram einstaklega miklu almennu öryggi í farþegaflugi, þá hlýtur einnig að vara hægt að bætta sóttvarnaöryggi við.

Hætt er við að einstaka farþegar reyni að svindla á því kerfi og því ætti að leggja mikla áherslu á að finna upp pottþétt kerfi sem tryggi að ekki berist smit í farþegafluginu sem heild. 


mbl.is Yfirvöld muni krefjast bólusetninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband