Viðskipti byggjast á því að báðir aðilar séu traustir.

Ef ferðamannastraumur á að geta hafist aftur að marki, gildir svipað um það og önnur viðskipti að verðmætin verða traust hjá báðum aðilum; í þessu tilfelli heilsufarslega og sóttvarnarlega. 

Dæmi um þetta er það, að landliðsmenn okkrar í knattspyrnu, sem leika og eiga heima í Bretlandi, horfa fram á hindranir á ferðum þeirra þaðan til landsleiks á meginlandinu vegna hins slæma ástands í kófinu í Bretlandi. 

Á hinn bóginn er Ísland eins nálægt þvi að vera veirulaust og hugsast getur vegna strangra og vel heppnaðra sóttvarnaraðgerða. 

Það gagnast að vísu ekki nema ástandið sé þolanlegt á hinum enda ferðalagsins, en engu að síður er það afar dýrmæt byrjun á samskiptum að við sjálf höfum allt í sem bestu horfi. 

Ástandið á hinum enda viðskiptasambandsins er hins vegar ekki á okkar valdi. 


mbl.is Ísland haldi vinsældum erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Kröfluvirkjun var og er kannski enn kvika á 2ja km dýpi.

Þegar boraðar voru holur við Kröfluvirkjun 1975 var ein þeirra rétt hjá sprengigígnum Víti, Leirhnjúksmegin.  Hún ofhitnaði og eyðilagðist og fékk heitið Sjálfskaparvíti. 

Um 30 árum seinna fengu Íslendingar góðan erlendan styrk til þess svonefndrar djúpborunar, mun dýpra en áður hafði verið borað í þeirri von að úr slíkum holum gætu fengist margfalt meiri orka, allt að 5 til 10 sinnum meiri en áður. 

Ákveðið var að bora ofurholuna djúpu við hliðina á Sjálfskaparvíti. 

Aftur gerðist svipað og 30 árum fyrr, borinn hitnaði, festist og eyðilagðist af því að, - og haldið þið ykkur nú, - komið var niður á bráðna hraunkviku?

Þar með fauk sú dýra tilraun út um gluggann. En holan er nafnlaus að þessu sinni, kannski eitthvert númer en ekki Sjálfskaparvíti II. 

Og þó?

Í ljósi nýjustu tíðinda af kviku milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti kannski verið ágætt að að hafa gert hina dýru tilraunaholu við Kröflu. 


mbl.is Lóðrétt kvika liggur á 2 km dýpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland-Þrændalög, Reykjavík-Þrándheimur.

Eftir að hafa komið þrisvar til Þrándheims og ferðast um Þrændalög blasir við Íslendingi, að hvergi erlendis, nema kannski í Færeyjum, eru landshættir og menning jafn svipuð. 

Færeyingar eiga að vísu tungumál, sem er miklu líkara íslenskku en nokkurt annað, en Þrándheimur og Þrændalög eru miklu líkari Reykjavík og suður- og vestuhluta Íslands að stærð, mannfjölda, breiddargráðu og loftslagi en Færeyjar. 

Í Þrándheimi er Ólafshöllin, menningarhús sem hefur það fram yfir Hörpu að vera gert fyrir allt það, sem Harpa hefur og óperuflutning að auki, en á mun hagkvæmari og ódýrari hátt. 

Í Þrándheimi er líka stórt sjúkrahús, sem gert var með "bútasaumi" eins og hér er verið að gera, og þykja það hafa verið mistök; hefði verið betra að gera sjúkrahús alveg frá grunni á einni auðri lóð í upphafi.  

Það úir og grúir af söguslóðum í Þrándheimi, líka íslenskum, því að á tímabili sóttu Íslendingar margt þangað.  

Nú bregður svo við að einu grænu blettirnir í Covid-kortinu eru Ísland og Þræandalög. Já, margt sýnist líkt með skyldum. 


mbl.is Ísland 5,77 – Svíþjóð 487,64
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband