Við Kröfluvirkjun var og er kannski enn kvika á 2ja km dýpi.

Þegar boraðar voru holur við Kröfluvirkjun 1975 var ein þeirra rétt hjá sprengigígnum Víti, Leirhnjúksmegin.  Hún ofhitnaði og eyðilagðist og fékk heitið Sjálfskaparvíti. 

Um 30 árum seinna fengu Íslendingar góðan erlendan styrk til þess svonefndrar djúpborunar, mun dýpra en áður hafði verið borað í þeirri von að úr slíkum holum gætu fengist margfalt meiri orka, allt að 5 til 10 sinnum meiri en áður. 

Ákveðið var að bora ofurholuna djúpu við hliðina á Sjálfskaparvíti. 

Aftur gerðist svipað og 30 árum fyrr, borinn hitnaði, festist og eyðilagðist af því að, - og haldið þið ykkur nú, - komið var niður á bráðna hraunkviku?

Þar með fauk sú dýra tilraun út um gluggann. En holan er nafnlaus að þessu sinni, kannski eitthvert númer en ekki Sjálfskaparvíti II. 

Og þó?

Í ljósi nýjustu tíðinda af kviku milli Fagradalsfjalls og Keilis gæti kannski verið ágætt að að hafa gert hina dýru tilraunaholu við Kröflu. 


mbl.is Lóðrétt kvika liggur á 2 km dýpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband