Hetjusaga í Íslendingasagnastíl.

Það er ekki hægt annað en verða djúpt snortinn við að fylgjast með Sigurbirni Árna Arngrímssyni, hlusta á hann í sjónvarpslýsingum sínum og heyra og sjá hvernig hann bregst við í baráttunni sem hann heyr núna. 

Hvert af öðru hrjóta frá honum ummæli, sem hefðu getað sómt sér vel í hvaða Íslendingasögu sem er. 

Þetta er svo óvenjulegt og svo magnað, að ekkert minna en djúp virðingarhneiging með hvatningar- og þakkahrópi er viðeigandi. 


mbl.is Með krabbamein en í fullu fjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einu sinni réðu kratar hverjir ráðherrar Framsóknar voru.

Þegar samsteypustjórnir eru myndaðar er það venja að formenn samstarfsflokkanna ráði sjálfir hvaða einstaklingar muni gegna ráðherrastörfum í ríkisstjórninni.  

Þó eru engar reglur um þetta meitlaðar í stein. Þó sker einn atburður sig úr hvað þetta varðar, en það er myndun ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Alþýðuflokks 1934, sem nefndi sig ! "stjórn hinna vinnandi stétta."

Þótt áhugavert geti talist að rifja þetta upp, er það mest gert til skemmtunar í tengslum við mbl.frétt, því að aðstæður allar hafa auðvitað breytst mikið á þeirri tæpu öld, liðin er.

1927 til 1931 stóðu Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur að minnihlutastjórn Framsóknarflokksins, sem Alþýðuflokkurinn studdi og varði gegn vantrausti. 

Tryggvi Þórhallssson var formaður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra, en Jónas Jónasson frá Hriflu var dómsmálaráðherra og bæði fyrirferðarmestur og áhrifamestur íslenskra stjórnmálamanna á þessum árum eftir 1916, þegar hann hafði bæði staðið að stofnun Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins og með því mótað þríflokkakerfi, sem fljótt breyttist í fjórflokkakerfi út öldina og fram á næstu öld. 

Má færa að því rök að Jónas hafi verið stjórnmálamaður 20. aldarinnar. 

1931 varð nokkurt umrót í íslenskum stjórnmálum í kjölfar umdeilts þingrofs og kosninga og deilna um kjördæmaskipanina og sat þá stjórn Ásgeirs Ásgeirssonar þar sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur sáu um að stjórn sæti í landinu og að lítils háttar lagfæring færi fram á kjördæmaskipan. 

Í Alþingiskosningum 1934 með nýrri kjördæmaskipan bauð Tryggvi Þórhallsson sig fram fyrir nýstofnaðan flokk sinn, Bændaflokkinn, í Strandasýslu, en féll fyrir kornungum frambjóðanda Framsóknarflokksins, Hermanni Jónassyni. 

Ljóst var vegna þingmannafjölgunar Alþýðuflokksins að eðlilegasta úrvinnsla úr kosningunum hlyti að verða meirihlutastjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.  

En það var ekki alveg auðhlaupið að því vegna andúðar Alþýðuflokksmanna á hinum fyrirferðarmikla Hriflu-Jónasi. Aftóku kratar það með öllu að sitja í sömu stjórn og hann.  

Niðurstaðan varð þriggja manna stjórn, framsóknarþingmennirnir Hermann forsætisráðherra og  Eystinn Jónsson, aðeins 27 ára, fjármálaráðherra, og Alþýðuflokksmaðurinn Haraldur Guðmundsson atvinnu- og félagsmálaráðherra. 

Þótt Jónas frá Hriflu væri formaður Framsóknarflokksins, varð hann aldrei ráðherra á meðan hann gengdi því embætti, og varð að láta af formennsku í Framsóknarflokknum 1944. 


mbl.is Segir Bjarna hafa viljað velja fulltrúa Viðreisnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. mars 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband