Skárri bútasaumur en í Þrándheimi? "Nýr jakki? Sama röddin."

Meginefni í lýsingu landlæknis á kostum nýs sjukrahúss fram yfir gamalt á ekki bara beint við um muninn á nýju húsnæði og gömlu, heldur líka um muninn á milli spítala sem er hannaður allur sem ein heild frá grunni og spitala, sem er þróaður með eins konar bútasaumi og endurgerð fyrirliggjandi eldra húsnæðis, sem er fyrir hendi á óskipulegan og óhagkvæman hátt og reynt er að tengja saman með viðbótarbyggingum hið gamla og nýja. 

Alma Möller segist í viðtali hafa skynja sterkt hve úreltur Landsspítalinn var orðinn 2007, og raunar var hann orðinn það mun fyrr, því að í sérstakri ferð síðuhafa til Oslóar og Þrándheims árið 2005 kom hinn sláandi munur á nýja sjúkrahúsinu í Osló, sem hannað var alveg frá grunni á auðri lóð, og spíalans í Þrándheimi, sem lappað var upp á með bútasaumi, glögglega í ljós. 

Nú er eina vonin að endurnýjaður spítali við Hringbraut feli í sér skárri bútasaum en "vítið til varnaðar" sem rætt var um í Noregi 2005 hvað varðaði bútasauminn við Þrándhei sjúkrahúsið. 

Á sínum tíma virðist upphaflega ákvörðunin um Landsspitalann við Hringbraut hafa verið tekin áratug fyrr, og þegar hingað til lands voru kallaðir erlendir sérfræðingar í þessum málum, sem fjölmiðlar gætu rætt við, var það í fyrra skiptið amerískur sérfræðingur í bútasaumi á spítölum, en í seinna skiptið;  - ja, hvað haldið þið, sérfræðingurinn sem sá um bútasauminn í Þrándheimi!

Þetta mál rifjar upp ummæli sem höfð voru eftir Björgvini Halldórssyni, síðast í sjónvarpþætti í gærkvöldi, sem hann á að hafa sagt við Karl Örvarsson þegar hann var þátttakandi í tónleikum Björgvins og tók upp á því að klæða sig upp, leggja litlausan fatnað til hliðar og fara í rosalega svo rosalega flott föt, að þau báru af öllu á sviðinu. 

Bo sá þetta, gekk að Karli, þreifaði á jakkaboðungnum, spurði og svarað sér sjálfur: "Nýr jakki?"  Hristi síðan höfuðið og sagði: "Sama röddin."

Nú gæti þetta hljóðað svona:  Nýr spítali? - Sami bútasaumurinn."

 

 

2

2


mbl.is Færri atvik sem kosta þjáningu og fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérkennilegt að tiltaka sérstaklega aldur manns sem vanhæfni hans.

Þeir, sem staðið hafa í ströngu undanfarið í umræðum og deilum hafa á stundum orðið að sæta ýmsum ákúrum, þeirra á meðal, að hár aldur þeirra hefur sérstaklega verið nefndur sem merki um vanhæfni þeirra til að fjalla um mikilsverð mál. 

Aldur Kára Stefánssonar hefur ítrekað verið nefndur sérstaklega í þessu sambandi. 

Hér er komin gamla íslenska aðferðin í að hjola í manninn en ekkki málið á frekar óviðfelldinn hátt. 

Viðtal við Kára hér á mbl.is um smitrakningar ásamt mörgu fleiru, sem sá maður leggur til mála á þessu sviði á grundvelli einsæðrar reynslu og þekkingar, ættu hins vegar að sýna, að ekki er það til framdráttar vitrænni umræðu, að  reynt sé að dæma kunnáttufólk úr leik í mikilvægum umræðum og málefnum aldurs vegna. 

Um andóf gegn því að gera lítið úr reynslu og þekkingu gamals fólks mætti búa til slagorðin "old age matters" eða "old live matters". 

Kári Stefánsson er 71 árs, allmmörgum árum yngri en forsetaframbjóðendurnir tveir í Bandaríkjunum voru í haust og sömuleiðis mörgum árum yngri en forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 

Kondrad Adenauer var kanslari Vestur-Þýskalands til 87 ára aldurs, og miklu yngri maður en hann, Ludwig Erhard, srem tók við af honun, varð þess ekki megnugur að halda þeim dampi í stjórn landsins sem sá gamli hafði gert á glæsilegum ferli sínum. 


mbl.is Svandís heimsótti sóttvarnahúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. apríl 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband