Allt er orðið "jeppar."

Þegar fjórhjóladrifsbílar á borð við Subaru Leone 4x4 og fyrstu gerðirnar af Toyota RAV 4 ruddu sér til rúms hér á landi datt engum í hug að kalla þá jeppa.  

Á þessum tíma hikuðu menn hins vegar við að þýða erlenda hugtakið SUV, Sport Utility Vehicle, og fóru að fikta við heiti eins og jepplinga. 

Þegar hin erlenda SUV-bylgja skall síðan yfir hér á landi fyrir alvöru um síðustu aldamót varð fjandinn laus. 

Hægt og bítandi en ómeðvitað markvisst var skilgreining færð neðar og neðar, og nú er svo komið að munurinn á sumum "jeppum" og venjulegum framhjóladrifnum fólksbílum er orðinn ENGINN, hvorki á veghæð, drifum, þakhæð né skögun að framan og aftan og undir kvið. 

Táknrænt dæmi er samtal sem ég átti eitt sinn við stoltan nýjan jeppaeiganda. Orð hans eru skáletruð: 

Ég er svo ánægður með þennan jeppa af því að hann er með stærri farangursgeymslu en aðrir jeppar. Svo er hann líka ódýrari. 

En veistu af hverju þetta tvennt er svona? Það er vegna þess að hann er ekki með neitt afturdrif og þar með fæst meira rými fyrir stærra skott og lægra verð með því að sleppa afturdrifinu. 

Þú ert að grínast. Þetta er fullkominn jeppi. 

Skoðaðu undir hann að aftan. Hefurðu gert það?

Nei. 

Kíktu þá núna. 

Nei, hver andskotinn, það er ekkert drif að aftan. En það skiptir ekki máli og ég get þá bara skoðað hvort ég geti skipt honum út fyrir annan alveg eins, sem er með afturdrif.

Það er ekki hægt. Hann er ekki framleiddur með fjórhjóladrif. 

Af hverju ekki?

Af því hann er bara framleiddur með framhjóladrifinu einu. 

Jæja, það breytir engu fyrir mig. Það halda allir að ég sé á jeppa . 


mbl.is „Miðhálendið má ekki verða yfirfall“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný tegund goss? Kannski að hluta til.

Gosið við Fagradalsfjall kemur upp úr alllöngum kvikugangi neðanjarðar og á upptök sín á um 15 km. 

Fyrri staðreyndin hefur reynst ríma vel við reynsluna af fyrri gotum á gossprungum, sem víða á landinu, svo sem í Eldvörpum, Kröflu, Heimaey, Lakagígum og Holuhrauni hafa í byrjun verið öflugust, en smám saman hefur dregið úr þeim uns þau dóu út. 

En dýptin í Geldingadalagosinu hefur hins vegar snúið þessu við á fyrstu tveimur mánuðum þessa goss, og hraunrennslið hefur aukist, en er samt enn um 40 sinnum minna en rennslið var í Holuhrauni. 

Eldurinn, sem myndin er af í næsta pistli á undan þessum, sem siðuhafi hefur séð heiman frá sér.

Á svipaðan hátt og vísindamenn lærðu mikið af Kröfueldum stefnir í mikinn lærdóm af þessu gosi, og verður það að teljast mikill kostur ef nú er að hefjast nokkurra alda tímabil með nýrri og aukinni virkni á Reykjanesskaga frá því sem var fyrir átta öldum. 


mbl.is Gosið tvöfalt öflugra en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið eldgos á 35 kílómetra færi.

Þótt loka þurfi fyrir aðgengi að eldgosinu við Fagradalsfjall þegar loft verður þar of eitrað, þarf það ekki trufla neitt að ráði nú um miðnæturskeið fyrir þá sem .Eldgos 11.maí 2021 

Nei, gosbjarminn blasir við að baki Keilis þegar staðið er við stofugluggann í 35 kílómetra beinnar loftlínufjarlægð, svæfir mann með fegurð sinni og tign og getur orðið á undan morgunsólinni í fyrramálið til að kveikja ljós og láta roða fyrir nýjum degi. 

Roðalitaður mökkurinn stendur upp úr sjónsviði myndavélarnnar þar sem hann rís til himins. 


mbl.is Lögreglan lokar gosstöðvunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. maí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband