"Mikill meirihluti á móti hálendisþjóðgarði." Rangt. Meirihluti með honum.

"Mikill meirihluti á móti hálendisþjóðgarði" og álíka fullyrðingar hafa verið settar fram hjá andstæðingum hans. Í kvöld var birt skoðanakönnun hjá Gallup sem sýnir þveröfuga niðurstöðu. 

Um 54,5 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, voru hlynnt hálendisþjóðgarðinum en um 45,5 prósent á móti. 

Þetta er í stíl við annan málflutning gegn þjóðgarðinum undanfarnar vikur og mánuði þar sem fullyrt hefur verið um skaðsemi þjóðgarðsins, útilokun almennings frá honum og ofríki og ofstopa stjórnenda sem myndi ríkja þar og gera landsmenn brottræka. 

Aldrei hefur hins vegar, þótt eftir því hafi verið leitað, verið nefnt neitt dæmi um að svona sé þetta í þjóðgörðum, hvorki hér á landi né erlendis. 

Enda ekki von. Þeir,sem mest hafa hamast gegn þjóðgörðunum hafa ekkert kynnt sér sambærilega þjóðgarða erlendis.  Ef þeir hefðu gert það, hefði átt að vera auðvelt fyrir þá að greina frá þeim ósóma sem þeir segja að ríki þar án þess að tiltaka nokkurt dæmi. 


Hinn endinn á rafbílavæðingunni, sem ekki má gleymast.

Innflutningur á rafbílum er að sönnu eitt megin viðfangsefnið í orkuskiptunum og kolefnisbúskap landsmanna. 

En það atriði er aðeins annar endinn af tveimur, sem skiptin felast í.  

Hinn eru hleðslustöðvar fyrir alla þessa rafbíla. 

Í umræðum á facebook síðu um rafbíla hefur mátt sjá settar fram áhyggjur áhugafólks um rafbíla varðandi skort á hleðslustöðvum fyrir þá, sem gæti orðið alvarlegur þrándur í götu þeirra hér á landi. 

Því eru það góðar fréttir og vonandi fleiri á leiðinni, að í gangi sé átak hjá orkusölustöðunum við þjóðveginn til þessa að mæta þeirri grundvallarþörf að jafnan sé á boðstólum nægt framboð á raforku á nógu mörgum stöðum til þess að rafbílavæðingin tefjist ekki.  


mbl.is N1 kaupir 20 hraðhleðslustöðvar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir íslenskra hraunhella og hraunstrauma eru oftast órannsakanlegir.

Hið fornkveðna, að vegir drottins séu órannsakanlegir á áreiðanlega ekki síst við vegi allra  þeirra hraunhella, sem orðið hafa til í þúsundum hraungosa sögunnar og leynast undir hraunum. 

Óg í þeim efnum hafa hraunstraumar íslenskra eldgosa svo sannarlega farið sínu fram um aldir.

Menn hafa aðeins fundið örlítið brotabrot af öllum þessum hellum og hið sama á eftir að gerast í gosinu í Geldingadölum. Það veldur því að beiting tækja til að hafa árhif verður vandasvöm. 

Það verður spennandi að sjá hvernig hraunið á eftir að haga sér þegar kemur niður að þjóðvegi.

Höfuðmáli skiptir þá hvar og hvernig hraunið fer í gegnum vegarstæðið á leið sinni til sjávar. 

"Það labbar yfir landslagið" segir Þorvaldur Þórðarson" og það varðar miklu að að lágmarka rask með tækjum en vera þó með viðbúnað til að verjast óþarfa tjóni og stuðla að sem skástri lausn.     +

Sú leið hraunsins þarf að vera auðfarin fyrir strauminn til þess að sem minnst skemmist af veginum  

                                                                    


mbl.is Hraunið „labbar yfir landslagið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkurn veginn sömu fréttirnar af bráðadeildinni og fyrir fimm árum.

Fyrir fimm árum voru fréttir af bráðamóttöku Landsspílans daglegt brauð í fjölmiðlum og náðu hámarki með nafnasöfnun Kára Stefánssonar þar sem gríðarlegur stuðningur við stóraukningu fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins var einstaklega athyglisverður. 

Á þeim tíma gat það ekk i farið fram hjá neinum, sem þurfti á hjálp spaítalans að halda, hvílíkt neyðarástand ríkti þar langtímum saman.  

Verst var þó að sjá og heyra því haldið fram í fjölmiðlum, að um "leiksýningu" starfsfólksins væri að ræða. 

Og einnig að hækkun í krónutölu á fjárveitingum var talin sýna að allt væri í þessu fína lagi.  

Nákvæmlega það sama virðist vera að gerast núna með eitraðri blöndu af skorti á hjúkrunarrými í öllu kerfinu. 

Öldruðum hefur haldið áfram að fjölga allan tímann og auðvitað hefur ástandið sífellt versnað. 

 


mbl.is „Það ræður ekkert bráðasjúkrahús við svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband