"Mikill meirihluti á móti hálendisþjóðgarði." Rangt. Meirihluti með honum.

"Mikill meirihluti á móti hálendisþjóðgarði" og álíka fullyrðingar hafa verið settar fram hjá andstæðingum hans. Í kvöld var birt skoðanakönnun hjá Gallup sem sýnir þveröfuga niðurstöðu. 

Um 54,5 prósent þeirra, sem tóku afstöðu, voru hlynnt hálendisþjóðgarðinum en um 45,5 prósent á móti. 

Þetta er í stíl við annan málflutning gegn þjóðgarðinum undanfarnar vikur og mánuði þar sem fullyrt hefur verið um skaðsemi þjóðgarðsins, útilokun almennings frá honum og ofríki og ofstopa stjórnenda sem myndi ríkja þar og gera landsmenn brottræka. 

Aldrei hefur hins vegar, þótt eftir því hafi verið leitað, verið nefnt neitt dæmi um að svona sé þetta í þjóðgörðum, hvorki hér á landi né erlendis. 

Enda ekki von. Þeir,sem mest hafa hamast gegn þjóðgörðunum hafa ekkert kynnt sér sambærilega þjóðgarða erlendis.  Ef þeir hefðu gert það, hefði átt að vera auðvelt fyrir þá að greina frá þeim ósóma sem þeir segja að ríki þar án þess að tiltaka nokkurt dæmi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar, 

Er það ekki aðalatrið hjá þessu liði að koma inn "UN Agenda 21" eða núna "UN Agenda 2030" fyrir þessu Nýja heimsskipulagi (e. New World Order)?
KV.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2021 kl. 12:51

2 identicon

þegar Icesave málið stóð sem hæðst gerði Gallup könnun á afstöðu landans. Könnunin sýndi mikinn meirihluta landsmanna á móti því að setja málið fyrir dómstóla. Þjóðaratkvæðagreiðsla sýndi síðan þveröfuga niðurstöðu. Mætti ég biðja um könnun sem gerð yrði af öðru fyrirtæki. Gallupkannanir eru greinilega keyptar af hagsmunaaðilum.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.6.2021 kl. 14:10

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Skoðanakannanir Gallup fyrir kosningar hafa verið það oft nálægt sanni, að kenningin um að hægt að kaupa niðurstöður skortir rök og staðreyndir.

Ómar Ragnarsson, 11.6.2021 kl. 17:47

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðaratkvæðagreiðslurnarnar tvær voru um það eitt hvort þessir Icesavesamningar við Breta og Hollending ættu að gilda. 

Ómar Ragnarsson, 11.6.2021 kl. 17:58

5 identicon

Einmitt ,Ómar. Þjóðaratkvæðagreiðslurnr voru um það eitt. En könnunin hjá Gallup? Um eitthvað allt annað? Þetta var keypt niðurstaða. Gallup er hagnaðardrifið fyrirtæki. Hverjir báðu um þessa nýjustu könnun Gallup? Kæmi mér ekki á óvart að það hefði verið RÚV.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 11.6.2021 kl. 18:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband