12.6.2021 | 23:05
Vífilengjur í 75 ár.
Það skorti ekki stóru orðin hjá ráðamönnum íslenskra stjórnmálaflokka við lýðveldisstofnunina 1944 um það að strax eftir samþykkt bráðabirgðastjórnarskrárinnar, sem lögð var fram við fyrir lýðveldisstofnunina, skyldi verða gerða framtíðarstjórnarskrá frá grunni og draumur Jóns Sigurðssonar frá 1851 um slíka stjórnarskrár þar með uppfylltur.
Stjórnarskráin 1944 var í raun dönsk, gerð af Dönum fyrir hönd konungs og afhent Íslendingum 1874. 1944 var eina breytingin á henni að setja inn forseta Íslands í stað konungs.
En skipun og starf sérstakrar íslenskrar stjórnarskrárnefndar á vegumld Alþingis varð gagnslaust.
Í nýjársávarpi sínu 1949 ávítaði Sveinn Björnsson forseti Íslands þingið og krafðist þess að loforðin við þjóðina frá 1944 yrðu efnd.
Stofnuð var önnur nefnd í framhaldinu undir forsæti Bjarna Benediktssonar, sem klúðraði málinu líka eins og allar aðrar nefndir sem þingið hefur valdið beint síðan.
Úrslitin núna ættu ekki að koma neinum á óvart, því að þinginu er það ómögulegt að vinna þetta verk, sem snertir beint starfsaðstöðu þingmanna sjálfra af því þegar á hólminn er komið hugsar hver og einn: Hvernig kemur þetta við MIG?
við MIG?
![]() |
Sýnist stjórnarskrárfrumvarpið sjónarspil Katrínar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2021 | 12:12
Mýrargatan og Hringbrautin: Örlítið agnarbrot af kolefnisspori.
Í hinum mikla áróðri sem hafður er uppi gegn orkuskiptum, má sjá ótal dæmi um það að hrúgað sé upp löngum lista með atriðum, sem eigi að sýna, að kolefnisspor nýtingar rafmagns í samgöngum sé svo miklu meira en nú er með notkun jarðefnaeldsneytis að það eitt sýni ótvírætt hve skaðleg fyrirhuguð orkuskipti muni verða.
Í þessu andófi manna, sem fullyrða að olían og aðrar tegundir jarðefnaeldsneytis sé hvorki meira né minna en forsenda og undirstaða fyrir mannlífi á jörðinni, er hins vegar alveg sneytt hjá því að rekja kolefnisspor vinnslu og notkunar jarðefnaeldsneytis á borð við olíuna, sem er svo stór hluti af efnahagslífinu, að okkar tími gengur oft undir heitinu olíuöldin.
Svo stór hluti er olían í lífi okkar, að viðgerð á einni götu í Reykjavík er fréttnæm þessa dagana. Það er vegna olíuflutninga sem eru örlítið brot af leið olíunnar frá upphafsstað um þveran hnöttin til neytandans uppi á eyju í Norður-Atlantshafi.
Lítum nánar á þessa leið.
1. Olíuleit með gríðarlegum kostnaði.
2. Borun eftir olíunni og dæling upp á yfirborðið.
3. Flutningur olíunnar um langan veg til olíuhreinsistöðvar.
4. Vinnsla olíunnar í olíuhreinsistöðinni.
5. Flutningur olíunnar frá hreinsistöðinni til geymslustaðar í landi kaupandans.
6. Flutningur olíunnar (m.a. um Hringbraut í Reykjavík) til geymslustaðar úti á landi.
7. Flutningur olíunnar úr olíugeymi yfir í geyma á bensínstöð.
8. Dæling olíunnar yfir í farartæki.
9. Útblástur farartækisins á CO2.
Þetta er ekkert smáræðis kolefnisspor, ekki síst þegar það er borið saman við sporið hjá farartækjum sem ganga fyrir óendarnýjumlegum orkugjöfum olíualdarinnar, sem fela í sér mestu rányrkjuna í mannheimum.
![]() |
Ekkert samráð um olíuflutninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)