Vífilengjur í 75 ár.

Það skorti ekki stóru orðin hjá ráðamönnum íslenskra stjórnmálaflokka við lýðveldisstofnunina 1944 um það að strax eftir samþykkt bráðabirgðastjórnarskrárinnar, sem lögð var fram við fyrir lýðveldisstofnunina, skyldi verða gerða framtíðarstjórnarskrá frá grunni og draumur Jóns Sigurðssonar frá 1851 um slíka stjórnarskrár þar með uppfylltur. 

Stjórnarskráin 1944 var í raun dönsk, gerð af Dönum fyrir hönd konungs og afhent Íslendingum 1874. 1944 var eina breytingin á henni að setja inn forseta Íslands í stað konungs.

En skipun og starf sérstakrar íslenskrar stjórnarskrárnefndar á vegumld Alþingis varð gagnslaust. 

Í nýjársávarpi sínu 1949 ávítaði Sveinn Björnsson forseti Íslands þingið og krafðist þess að loforðin við þjóðina frá 1944 yrðu efnd. 

Stofnuð var önnur nefnd í framhaldinu undir forsæti Bjarna Benediktssonar, sem klúðraði málinu líka eins og allar aðrar nefndir sem þingið hefur valdið beint síðan.  

Úrslitin núna ættu ekki að koma neinum á óvart, því að þinginu er það ómögulegt að vinna þetta verk, sem snertir beint starfsaðstöðu þingmanna sjálfra af því þegar á hólminn er komið hugsar hver og einn: Hvernig kemur þetta við MIG? 

 

við MIG?


mbl.is Sýnist stjórnarskrárfrumvarpið sjónarspil Katrínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband