"Þú ert þarna á þínum bíl, af því að ég er ekki á mínum bíl."

Víð í öðrum löndum setur mikil notkun bifhjóla svip sinn á borgarumferðina. Í mörgum borgum er víðtæk notkun slíkra farartækja forsenda þess að umferðin fari ekki í óleysanlegan hnút. 

Svo ríkur er skilningurinn fyrir gildi bifhjólanna, að víða, svo sem í Brussel, er málaður stór afmarkaður ferhyrningur á göturnar næst umferðarljósunum, þar sem ætlast er til þess að bifhjólin safnist saman fyrir framan bílana á meðan beðið er eftir grænu ljósi. 

Á þeim árum, sem síðuhafi hefur verið í hópi eigenda og notenda létta bifhjóla, hefur hann átt samtöl við bílstjóra fremst við umferðarljós og þar sem beðið er eftir grænu ljósi, og hafa hafa mörg samtölin verið athyglisverð, og hljómað á þessa lund.

 

B = bílstjóri.  H = Ökumaður létts bifhjóls.  

B: Hunskastu í burtu og farðu aftast í röðina, þar sem þú átt að vera.

H: Þú átt ekkert með að tala svona við mig. Veistu af hverju þú ert á bílnum á þeim stað, þar sem þú ert núna?

B: Já, ég er bara hér eins og lög gera ráð fyrir. 

H: Nei, þú átt það mér að þakka að þú ert þarna, því að ef eg ég væri á bílnum mínum, væri ég á honum þar í staðinn fyrir þig.  Með því að vera á hjólinu í staðinn fyrir bíl, er ég að gefa eftir eitt rými fyrir bíl hér í bílakösinni, til dæmis þitt. 

 

Viðbrögð bílstjóra við svona orðaskiptum eru misjöfn. Flestir kinka kolli og segjast ekki hafa horft á málið í þessu ljósi.

Aðrir sýna engin viðbrögð, en svo eru þeir til sem halda áfram að vera reiðir. 

 


mbl.is Fólk á bíl græðir mest á þeim sem hjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oft notaður óraunhæfur hraði, einkum á rafknúnum hjólum, við mat á drægni. .

Uppgefnar orkueyðslutölur á farartækjum eru af margvíslegum toga og mörgum aðferðum beitt. 

Með því að fara löturhægt tekst framleiðendum að ná árangri sem augljóslega er ekki raunhæfur. 

Sem dæmi má nefna, að einn af smæstu rafbílunum var auglýstur með 140 kílómetra drægni, sem var næstum tvöfalt meiri drægni en reyndist raunhæf í langtíma mælingu hér heima, er um 90 kílómetrar á sumrin og um 80 á veturna við það að beita samt lagni í akstrinum.  

Sum af öflugustu raknúnu bifhjólum heims eru auglýst með 200 km(/klst hámarkshraða og allt að 200 kílómetra drægni. 

Ótal dæmi er að finna um hliðstæður. 

Auðvitað er víðsfjarri að hægt sé að framkvæma hvort teggja í sömu ferðinni, 200 km hraða og 200 km drægni. 

Á 30 km/klst hraða verður ferðatími óraunhæfur, samsvarar 13 klukkustundar aksturtíma nettó frá Reykjavík til Akureyrar, samt aldrei stoppað á áningarstöðum.  


mbl.is Renault Zoe rústaði drægismetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirsjá að Litlu kaffistofunni. Íslenskur Route 66?

Sú var tíð að vegurinn Route 66 var þjóðleið frá miðríkjum Bandaríkjanna allt vestur til Los Angeles. 

Síðan voru lagðar mun stærri hraðbrautir, en þrátt fyrir það stendur Route 66 enn og er haldið við sem vinsælli ferðamannabraut. 

Þar má sjá hliðstæður Litlu kaffistofunar, sem standa við leiðina og skarta myndum af Presley, Marilyn Monroe, James Dean og öðrum stórstjörnum frá rokkárunum, hægt að aka inn á gamaldags bensínstöðvar og skoða kaggana frá sjötta áratug síðustu aldar, hlusta á tónlistina og stökkva sextíu ár aftur í tímann.  

Þegar Jeremy Clarkson kom til Íslands í kringum 1990 og gerði þátt fyrir Top Gear, kom hann að sjálfsögðu við í Litlu kaffistofunni og fékk sér kakó og viðeigandi viðbit, sem hefur verið við lýði þar um áratuga skeið og er ekki fáanlegt annars staðar.  

Hinn íslenski Route 66 lægi um gamla veginn framhjá Svínahrauni og næsta áfangastað, sem helgaður væri hestvagnaöldinni milli 1890 og 1920 þar sem hægt væri að upplifa hana við endurreist hestvagnahótel á Kolviðarhóli  og kóróna síðan ferðina í ferð niður gömlu Kambana. 

Route 66 í Bandaríkjunum sýnir hvernig sumar viðskiptahugmyndir með endurvakningu frægra liðinna tíma geta verið framkvæmanlegar. 


mbl.is Litlu kaffistofunni lokað í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband