"Gat ei nema guð og eldur / gjört svo fabjúlöst furðuverk."

Það er hugsanlegra styttra en okkur grunar þar til endurgera og endurnýja þurfi eina þekktustu ljóðlínu Jónasar Hallgrímssonar, sem er fyrirsögn þessa pistils þegar búið er að skipta út hinu lélega íslenska orði "dýrlegt" en setja í staðinn enska orðið "fabulous" sem hlýtur að vera miklu betra orð en "dýrlegt" úr því að í fyrirsögn fréttar um útieldhús er notað orð úr hinu háheilaga alltumlykjandi tungumáli, enskunni.   

Í ensk-íslenskri orðabók eru eftirtalin íslensk lýsingarorð notuð meðal annarra til að þýða enska orðið "fabulous" sem er stafsett "fabjúlös" í fyrirsögn í frétt á mbl.is: 

Stórkostlegur,  dásamlegur,  æðislegur, lygilegur, fáránlega, ótrúlegur, ofboðslega - goðsögulega -. 

Sem sagt, býsna fjölbreytt úrval lýsingarorða. 

En greinilegt er þegar farið er að nota orðið fabjúlös í staðinn að íslenskum orðum er þar með gefin falleinkunn í þessu tilviki. 

Svipað virðist gílda í æ ríkari mæli og er hægt að vorkenna greyinu Jónasi og orða það þannig, að það geti ekki allir verið gordjös.


mbl.is Nokkur fabjúlös útieldhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérstaðan er dýrmætust.

Ísland er land tækifæra, sem hvergi bjóðast annars staðar, af því að landið sjálft og náttúra þess bjóða upp á sérstöðu af svo fjölbreyttu tagi að einstakt er.  

Land hins einstæða samspil elds og ísa á sér ekki hliðstæðu á jarðarkringlunni. 

Velgengni fyrirtækja, einskum tengd ferðamennsku,  byggist því mest á hugkvæmni og útsjónarsemi þeirra Ísendinga, sem eru naskir á að finna möguleika til bjóða upp á eitthvað alveg sérstakt, sem hvergi býðst í öðrum löndum.  

Þeir möguleikar eru hins vegar oft vanmetnir, af því að þeir felast í atriðum sem okkur sjálfum finnst ekkert sérstakir, af því að við erum orðin svo vön þeim. 

Í þeim efnum gildir hið gamla viðskiptalögmál að viðskiptavinur hvers seljanda hefur alltaf rétt fyrir sér þegar hins eftirsótta er leitað.   


mbl.is Síðasti mánuður stjórnlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. júní 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband