Stærri bylting í rafhlaupahjólunum en hjólunum?

Í ferðum á rafreiðhjóli að undanförnu hefur svo virst, sem byltingin, sem rafskúturnar veldur, sé að mörgu leyti meiri en fjölgun rafreiðhjólanna var frá og með árinu 2015. DSC09673

Nokkur atriði vekja sérstaka athygli. 

1. Fjöldinn. Seldar hafa verið að minnsta kosti 20 þúsund skútur, sem hafa mokast inn í umferðina á víðtækan hátt. Fram að þessu hafa hjólreiðamenn og vélhjólamenn þurft að temja athygli sína í samræmi við það hvar og hvernig er mesta árekstrarhætta. Hjólaskúturnar eru mikil viðbót, og þær birtast og hverfa öðruvísi en fyrri samgöngutæki, afar oft á mjög lymskulegan hátt eins og skrattinn úr sauðarleggnum. 

2. Færni fólks er lakari en á fyrri farartækjum. Flestir hafa áður hjólað á reiðhjólum í æsku, en miklu færri á hlaupahjólum. DSC09675DSC09667

3. Kæruleysi er meira áberandi á þessum nýju farartækjum, svo sem að nota ekki ljós, hjálma, skærlit vesti eða árekstravörn. Alltof margir eru niðursokknir í að hlusta á tónlist eða útvarp á fullri ferð. Bara í síðustu bæjarferð á rafreiðhjóli nú áðan munaði nokkrum sinnum hársbreidd að verða vitni að slæmum slysum.

 

Niðurstaðan eftir síðustu ferðir á rafreiðhjóli eru, að við blasir vaxandi öryggisleysi og hætta á óhöppum.  Þessu verður fyrst og fremst mætt með forvörnum, fræðslu og bættum og breyttum umhferðarmannvirkjum fyrir hina nýju tegund umferðar.

P.S. Neðsta myndin, af BSO reitnum á Akureyri, er raunar í öðrum bloggpistli um það mál í gær. 


mbl.is Göngum komið fyrir undir Hafnarfjarðarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið barátta fyrir sjálfsögðum hlutum. "Agnarsvarða" og "Agnarsbraut".

Flugvellir og skráðir lendingarstaðir hafa almennt átt á brattann að sækja hér á landi undanfarna áratugi og þeim hefur farið fækkandi. 

Að hluta til er þetta vegna mikilla vegabóta, en að hluta til vegna almenns áhugaleysis sem hefur líka komið fram í rekstri stórra flugvalla eins og á Egilsstöðum. 

Það er ekki eins og þessir lendingastaðir séu það margir að þeir taki mikið frá landvegakerfinu. DSC09613

Um hálendið liggja til dæmis vegir og vegaslóðar, sem eru samtals meira en 20 þúsund kílómetrar á lengd, en flugbrautir á hálendinu eru samtals innan við tíu kílómetrar, eða um 0,05 prósent af því. 

Aðeins einn þessara hálendisflugvalla, Sauðárflugvöllur á Brúaröræfum, er nógu stór fyrir þær flugvélar sem eru í áætlunarflugi yfir hálendið og getur nýst sem neyðarflugvðllur í flugatviki á borð við það sem varð kveikjan af löggildingu hans árið 2011.  

Hann er þó ekki á vegum Isavia, heldur varð að skrá hann sem einkaflugvöll á kostnað og ábyrgð síðuhafa, sem var einmitt að koma í fyrradag úr þriggja daga ferð þangað til að valta völlinn og sjá um að hann stæðist þær alþjóðlegu kröfur sem gerðar eru um velli af þessari gerð og stærð. DSC09605

Þessi árlega vorferð kostar akstur upp á 1800 kílómetra og við það bætast gjöld til Isavia vegna skráningar vallarins, sem kom til dæmis í góðar þarfir í Holuhraunsgosinu þarna skammt frá 2014-2015!

Árin 1938 og 1939 flaug Agnar Koefoed-Hansen á lítilli þýskri flugvél um landið og fann minnst 38 lendingarstaði. 

 

Hann skrifaði Halldóri bónda á Brú bréf og óskaði eftir samþykki hans við að merkja þarna löggiltan flugvöll.  

Við völtun vallarins 2012 fundust tvö vörðubrot á vellinum, og gat annað þeirra markað hugsanlega merkingu frá fornri tíð. 

Ég gaf henni heitið Agnarsvarða og fimmtu og síðustu braut vallarins heitið Agnarsbraut. 

Meðfylgjandi mynd, sem birt verður hér, var tekin við það tækifæri. 

Agnar Koefoed-Hansen var stórmerkilegur frumkvöðull og brautryðjandi í flugi og flugvallagerð hér á landi í hálfa öld. 


mbl.is „Flugstöðin er ekki í neinni niðurníðslu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband