Kárahnjúkar: Þar sem veðrið er verst þegar það ætti að vera best.

Undanfarnar vikur hafa ríkt alveg einstök hlýindi, hægviðri og bjart veður á norðaustanverðu landininu, ekki síst á hálendinu, þar sem hitinn hefur komist í 24 og 25 stig. DSC09620

Fyrir daga Kárahnjúkavirkjunar gat þetta fært svæðinu besta veður ársins, bjart og hlýtt. 

En í undanförnum hlýindum þar sem hitinn á veðurstöðvunum Kárahnjúkum og Brúaröræfum hefur verið um tuttugu stig dag eftir dag í þrjár vikur og veðurspáin hefur verið "hæg breytileg átt og léttskýjað" hefur brugðið svo við að vegna hitauppstreymis hefur komið sunnangola eða kaldi sem veldur því að hinn auði lónbotn Hálslóns, sem er þakinn mjög smágerðum og fínum leirsandi sem barst í lónið sumarið á undan, hefur rokið upp fært þetta umrædda svæði á kaf í svo í svo þykkt rykkóf, að skyggnið hefur fallið svo mjög, að á einstökum stöðum í kófinu hefur vart séð handa skil.DSC09623

Efsta myndin er tekin við vesturhluta lónsins eða öllu heldur lónstæðisins, því að þetta gráa svæði, með Fremri-Kárahnjúk enn sjáanlegan, verður allt þakið lóninu síðsumars þótt það sé marautt núna. 

Rétt er að benda áð með því að smella sérstaklega á hverja mynd er hægt að skoða hana betur. 

Alla leið úti á Egilsstöðum í 80 kílómetra fjarlægð féll skyggnið svo mjög að sögn þeirra, sem ræddu við síðuhafa á ferð þarna sl. mánudag, að vart sá á milli húsa fyrir um hálfum mánuði. 

Ofangreindu fyrirbrigði var spáð af vísindamönnum fyrir gerð virkjunarinnar, og fyrstu árin eftir gerð virkjunarinnar töldu margir svona fyrirbrigði vera sandfok frá flæðum Jökulsár á Fjöllum. DSC09637

En eftir að hraun rann í Holuhraunsgosinu yfir Jökulsárflæður gengur þessi skýring ekki upp enda sést ferill hins nýja og mikla leirkófs mjög vel, hvernig það þyrlast upp í þurrum og leiri þöktum botni Hálslóns fyrri part sumars áður en lónið hefur fyllst. 

Á miðmyndinni er horft eftir bakka Hálslóns eins og hann verður í september, ósnortinn 2ja til fjögurra metra þykkur jarðvegur vinstra megin, en fyrir virkjun þakti hann allt svæðið hægra megin, sem lónið hefur nú eytt og skilið eftir eyðimörkina, sem þekst um tíu milljónum tonna af leir á hverju sumri. leirfok_karahnjukar_1311992

En jarðvegs- og gróðureyðingin af völdum virkjunarinnar nemur 40 ferkílómetrum og tugum milljóna tonna af jarðvegi. Er í því fólgin mesta gróðureyðing í einu vetfangi í sögu landsins. 

Á neðstu myndinni er staðið á Kárahnjúkastífu og horft niður eftir henni niður á Hálslón, sem er svo mengað af leiri, að skyggnið í vatninu er aðens 7 sentimetrar. 

Fjær sést glytta í Sandftell í um tveggja kílómetra fjarlægð, og skyggnið er ekki meira í hina áttina í átt til Ytri-Kárahnjúks. 

Þegar lónið kemur undan ísi á vorin eru um 35 ferkílómetrar af 57 í því útliti sem hér sést en eftir því sem það fyllist minnkar þurru leirurnar og leirkóf verður sjaldgæfara og minna. 

Neðsta myndin er loftmynd af ysta hluta lónsins tekin fyrir nokkrum árum í ágústbyrjun, en þrátt fyrir miklu minni leirur er leirfokið það mikið að stíflurnar sjást ekki og Ytri-Kárahnjúkur varla. 


mbl.is Hiti í kringum 25 gráður á Austurlandi um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jesse Owens og þau öll hin.

Fróðlegt er að sjá viðbrögð margra íslenskra bloggara við nýjustu fréttum af líkfundum og öðrum ummerkjum um mikla mismunun kynþátta í Ameríku, enn er við lýði í Norður-Ameríku.  

Í þessum íslensku ummælum eru dæmin mörgu um óréttið léttvæg fundin og fræðimönnum, sem hafa fjallað um kynþáttamið, valin hin verstu orð. 

Samt varð jafnvel fremsta afreksfólk Bandaríkjanna að þola útskúfun langt fram eftir síðustu öld fyrir litarhátt sinn. 

Eitt besta dænmið um það var Jesse Owens sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og gaf með því Hitler sjálfum og bulli hans um yfirburði svonefnds arísks kynstofn langt nef. 

Hið hlálega var, að bæði fram að leikunum í Berlín og eftir leikana, smátti Owens þola grimma aðskilnaðarstefnu bandarísks þjóðfélags, ekki gista á sömu hótelum og hvítir og ekki að borða eða nota sömu sðstöðu og þeir.

Í Berlín, höfuðborg nasismans, fékk Owens í fyrsta sinn njóta jafns réttar við hvíta að þessu leyti!

Hefð var fyrir því að gullverðlaunahafar væru boðnir í Hvíta húsið, en Roosvelt forseti bauð Owens ekki, og á hátíðlegri mótttökuhátíð fyrir Olympíufarana varð að lauma Owens inn bakdyramegin. 

John F. Kennedy mismunaði líka kynþáttum og lét það bitna á Sammy Davies jr.  

Sammy svaraði fyrir sig með því að gera lagið Mr.Bojangles að eins konar baráttulagi á tónleikum. 

Það átti uppruna sinn í ævi Bill "Bojangles" Robinson, sem var besti steppdansari Bandríkjanna og því ómissandi í burðarhlutverk í mörgum sýningum og kvikmyndum. 

Vegna litarháttarins mátti Robinson aldrei leika hátt settara fólk en skóburstara og dyraverði. 

Nina Simone var meinaður allur frami við píanóið vegna húðlitar, en skömmu fyrir andlát hennar var hún beðin afsökunar fyrir að hafa ekki fengið viðurkenningu sem konsertpíanisti vegna ríkjandi kynþáttafordóma. Fékk hún heiðursdoktorsnafnbót við Tónlistarháskólann í Philadelphiu. 

Enn í dag dúkkar alltaf af og til upp sá misskilningur að Adolf Hitler hafi neitað að taka í höndina á Owens í Berlín. 

Hið rétta er að Hitler óskaði eftir því að fá að heilsa upp á þáttakendur að vild á meðan á leikunum stóð, en því var hafnað, og tók hann því ekki í höndina á neinum. 


mbl.is „Barnabörn Vilhjálms Stefánssonar lifðu af helförina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2005 sáust smáatriði á Kárahnjúkasvæðinu á Google Earth.

Þegar byrjað var að vinna við gerð og skráningu Sauðárflugvallar á árunum 2004 yil 2011, var til gamans gáð að því hve nákvæmar myndir væri hægt að fá á Google Earth. 

Þá kom í ljós að vel sást móta fyrir útlínum hins eggslétta mels, sem þáverandi brautir voru valtaðar á, en vallarstallurinn hefur upphaflega myndast sem setlag á meðan áín var jökulsá og bar fram aur sem fyllti hinn grunna dal, sem hún rann um. 

Um miðja síðustu öld hopaði Brúarjökull svo mikið og rýrnaði, að áin breyttist í bergvatnsá, sem rann í sveig í kringum þríhyrnislagan melinn. 

2005 var kominn gamall Econoline húsbíll á brautarmót fyrstu flugbrautanna, sem síðan hefur staðið þar sem eins konar flugstöð og afdrep, enda getur slíkt skipt sköpum á stað, sem er 60 kílómetra frá næsta byggða bóli og þar að auki í 660 metra hæð yfir sjávarmáli.  

2011 voru brautirnar orðnar fjórar, en á Google Earth geimljósmyndinni sáust aðeins þrjár þær fyrstu, og af smáatriðium við Kárahnjúkastíflu má sjá, að myndin er frá 2006, því Hálslón er ekki komið.  

Smáatriðin á Google Earth myndunum eru með ólíkindum, því að lika sést mjög vel lítill jeppi, sem er staddur á "flughlaðinu" á mótum fyrstu tveggja brautanna. 

Auðvelt er að mæla lengd flugbrautanna og hornin á milli þeirra. 

Það sést vel að tvær brautanna eru aðeins 15 mmetra breiðar og lengsta brautin er 20 metra breið. 

Síðar urðu tvær lengstu brautirnar 30 metra breiðar og hinar þjrár 20 metra breiðar. 

Það eitt að brautirnar eru valtaðar nægir til að myndavélar Google Earth nemi mismuninn á þéttleika yfirborðsins á þeim og melsins í kring, en allur melurinn er svo harður, að enginn hæðarmunur er utan og innan við brautarmörkin. 

Að því leyti til eru hinir fimm löggiltu og skráðu vellir á hálendinu öðru vísi en rúmlega 2000 kílómetra merktir og skráðir jeppaslóðar, að vegna þess að allir jepparnir aka að jafnaði í sömu hjólförum, grafast þessir slóðar meira eða minna niður. 

Á 30 metra breiðum flugbrautum lenda hins vegar flugvélarnar hver á sínum stað og mynda ekki hjólför.  Einna best sést þetta í Veiðivötnum, þar sem jeppaslóð meðfram flugbrautinni þar hefur grafist niður um 30 til 40 sentimetra djúp för á sama tíma sem ekki sést neinn hæðarmunur á yfirborði flugbrautarinnar og vegarslóðans. 


mbl.is Hraunflæði gossins séð úr geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband