Jesse Owens og þau öll hin.

Fróðlegt er að sjá viðbrögð margra íslenskra bloggara við nýjustu fréttum af líkfundum og öðrum ummerkjum um mikla mismunun kynþátta í Ameríku, enn er við lýði í Norður-Ameríku.  

Í þessum íslensku ummælum eru dæmin mörgu um óréttið léttvæg fundin og fræðimönnum, sem hafa fjallað um kynþáttamið, valin hin verstu orð. 

Samt varð jafnvel fremsta afreksfólk Bandaríkjanna að þola útskúfun langt fram eftir síðustu öld fyrir litarhátt sinn. 

Eitt besta dænmið um það var Jesse Owens sem vann fern gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og gaf með því Hitler sjálfum og bulli hans um yfirburði svonefnds arísks kynstofn langt nef. 

Hið hlálega var, að bæði fram að leikunum í Berlín og eftir leikana, smátti Owens þola grimma aðskilnaðarstefnu bandarísks þjóðfélags, ekki gista á sömu hótelum og hvítir og ekki að borða eða nota sömu sðstöðu og þeir.

Í Berlín, höfuðborg nasismans, fékk Owens í fyrsta sinn njóta jafns réttar við hvíta að þessu leyti!

Hefð var fyrir því að gullverðlaunahafar væru boðnir í Hvíta húsið, en Roosvelt forseti bauð Owens ekki, og á hátíðlegri mótttökuhátíð fyrir Olympíufarana varð að lauma Owens inn bakdyramegin. 

John F. Kennedy mismunaði líka kynþáttum og lét það bitna á Sammy Davies jr.  

Sammy svaraði fyrir sig með því að gera lagið Mr.Bojangles að eins konar baráttulagi á tónleikum. 

Það átti uppruna sinn í ævi Bill "Bojangles" Robinson, sem var besti steppdansari Bandríkjanna og því ómissandi í burðarhlutverk í mörgum sýningum og kvikmyndum. 

Vegna litarháttarins mátti Robinson aldrei leika hátt settara fólk en skóburstara og dyraverði. 

Nina Simone var meinaður allur frami við píanóið vegna húðlitar, en skömmu fyrir andlát hennar var hún beðin afsökunar fyrir að hafa ekki fengið viðurkenningu sem konsertpíanisti vegna ríkjandi kynþáttafordóma. Fékk hún heiðursdoktorsnafnbót við Tónlistarháskólann í Philadelphiu. 

Enn í dag dúkkar alltaf af og til upp sá misskilningur að Adolf Hitler hafi neitað að taka í höndina á Owens í Berlín. 

Hið rétta er að Hitler óskaði eftir því að fá að heilsa upp á þáttakendur að vild á meðan á leikunum stóð, en því var hafnað, og tók hann því ekki í höndina á neinum. 


mbl.is „Barnabörn Vilhjálms Stefánssonar lifðu af helförina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband