4.8.2021 | 18:43
Sumt er ekki á okkar valdi, til dæmis rauði liturinn.
Í júnílok var kannski full snemma fagnað fullnaðarsigri full í baráttunni við kórónaveiruna.
Það var skiljanlegt í ljósi skilgreininga á borð við "afnám allra takmarkana" og "Ísland eitt með grænan lit á Evrópukortinu", en núna, sex vikum síðar, er öldin önnur, Ísland að fara inn á rautt kort gagnvart útlöndum og rætt um að slaka ekki á takmörkunum.
Veirustríðið er og verður því í gangi áfram, jafnvel í tvö ár í viðbót, og margt af því sem við verður að etja, er þvi miður ekki á okkar valdi, enda eru aðildarþjóðir að hverju ferðalagi milli að minnsta kosti tvær.
![]() |
Litakortið að missa marks vegna bólusetninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2021 | 10:03
Engir þröskuldar varna því að kvarnist úr þingflokkum.
Hið miskunnarlausa ákvæði um 5 prósenta fylgisþröskuld á landsvísu átti 1999 af hálfu þáverandi fjórflokks að hamla gegn tilurð eins til þriggja manna þingflokka í kosningum.
Í kosningum síðari ára hefur hins vegar komið í ljós að vegna brotthlaups úr stórum þingflokkum hafa samt orðið til þingmenn utan flokka, sem hafa haft þau áhrif að3 lama "trausta" meirihluta á þingi. Um þá tilhneigingu til sjálfstæðrar tilveru á þingi gætu gilt þessar hendingar úr laginu "Djómenn íslenskir erum við:
Og þó að þrá þessi hamin sé
og tugtuð til og tamin sé
og þó með lurkum hún lamdin sé
hún alltaf leitar samt út.
Svo rammt kveður að þessu að´í fréttaskýringu um daginn var talað um að 32 þingmenn gætu ekki myndað meirihluta á þingi, sem er undarleg stærðfræði; 32 á móti 31.
Þannig hélt ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar út til enda kjörtímabils þótt meirihlutafylgi hennar væri enn tæpara og raunar líkara stöðu minnihlutastjórnar.
En við myndun núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík virðist það trix hafa virkað að hafa einum meirihlutann með einum fleiri flokkum en beinlínis þurfti.
Það þýðir að enginn flokkur í meirihlutanum er í algerri oddaaðstöðu og getur því ekki beitt þeirri hótun ef ósætti verður.
![]() |
Fjöldi flokka á þingi mun vega þungt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)