Engir þröskuldar varna því að kvarnist úr þingflokkum.

Hið miskunnarlausa ákvæði um 5 prósenta fylgisþröskuld á landsvísu átti 1999 af hálfu þáverandi fjórflokks að hamla gegn tilurð eins til þriggja manna þingflokka í kosningum. 

Í kosningum síðari ára hefur hins vegar komið í ljós að vegna brotthlaups úr stórum þingflokkum hafa samt orðið til þingmenn utan flokka, sem hafa haft þau áhrif að3 lama "trausta" meirihluta á þingi. Um þá tilhneigingu til sjálfstæðrar tilveru á þingi gætu gilt þessar hendingar úr laginu "Djómenn íslenskir erum við: 

Og þó að þrá þessi hamin sé

og tugtuð til og tamin sé 

og þó með lurkum hún lamdin sé 

hún alltaf leitar samt út. 

 

Svo rammt kveður að þessu að´í fréttaskýringu um daginn var talað um að 32 þingmenn gætu ekki myndað meirihluta á þingi, sem er undarleg stærðfræði; 32 á móti 31.

Þannig hélt ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar út til enda kjörtímabils þótt meirihlutafylgi hennar væri enn tæpara og raunar líkara stöðu minnihlutastjórnar. 

En við myndun núverandi borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík virðist það trix hafa virkað að hafa einum meirihlutann með einum fleiri flokkum en beinlínis þurfti. 

Það þýðir að enginn flokkur í meirihlutanum er í algerri oddaaðstöðu og getur því ekki beitt þeirri hótun ef ósætti verður. 

 


mbl.is Fjöldi flokka á þingi mun vega þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það eru allt of miklar rangfærslur í gangi um þennan svokallaða þröskuld. Til dæmis kemur fram í greininni sem þessi færsla tengist að "um 5% at­kvæða þarf alla jafna til þess að kom­ast inn á þing".

Þetta er bara alls ekki rétt, því umrætt 5% viðmið gildir eingöngu um úthlutun jöfnunarsæta, en ekki kjördæmissæta. Flokkur get vel náð kjördæmakjörnum mönnum inn, jafnvel fleiri en einum, þó svo að hann nái ekki samtals 5% á landsvísu. Þá falla atkvæði hans ekki niður dauð eins og ranghermt er í greinni, heldur nýtast þau í kjördæmunum.

Þegar stjórnmálaskýrendur fara með svona arfavitlaust mál gerir það ekki annað en að eyðileggja trúverðugleika þeirra. Núna er Dr. Stefanía Óskarsdóttir kominn á þann lista ómerkinga ásamt Ólafi Þ. Harðarsyni, Heimi Má Péturssyni á Stöð 2 og mörgum fleirum. Hvort þau fara vísvitandi með rangt mál eða vita ekki betur skal ósagt látið.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2021 kl. 15:31

2 identicon

Svo er þessi þröskuldur settur einkum til að koma í veg fyrir að fasista-, sósíalista- og aðrir öfgaflokkar komist á þing.

Þorsteinn Jónsson (IP-tala skráð) 4.8.2021 kl. 17:22

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þorsteinn. Eins og ég reyndi að útskýra kemur þessi þröskuldur alls ekki í veg fyrir að flokkar með undir 5% geti náð kjördæmissæti.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2021 kl. 17:36

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Einfalt dæmi:  Það þarf að fá meira 8 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi til þess að fá kjördæmakjörinn mann þar, og meira en 12 prósent atkvæða í Norðvvesturkjördæmi til að fá kjördæmakjörinn þar. 

Vel er hugsanlegt að flokkur fengi hvergi nógu mikið fylgi til að fá kjördæmakjörinn mann en samt 4,9 prósent af heildaratkvæðum á landinu öllu. 

Þröskuldurinn yrði til þess að umræddur flokkur fengi engan mann á þing þótt heildarfylgi hans samsvaraði þremur þingsætum.  

Ómar Ragnarsson, 4.8.2021 kl. 18:14

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

8 prósent atkvæða í Suðvesturkjördæmi jafngildir tæplega 2,27 atkvæða á landsvísu. 12 prósent atkvæða í Norðvesturkjördæmi jafngildir rúmlega 1,06 atkvæða á landsvísu. Einn flokkur gæti því hugsanlega náð inn manni í báðum þessum kjördæmum með samanlagt 3,33% atkvæða á landsvísu. Hann ætti ekki rétt á jöfnunarsætum vegna 5% þröskuldsins en fengi samt tvö þingsæti og fjárveitingu úr ríkissjóði í samræmi við atkvæðamagn.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.8.2021 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband