19.9.2021 | 21:29
Nýtt að þurfa að varast eldgos á báðum endastöðvum millilandaflugs.
Það ber nýrra við í sögu millilandaflugs Íslendinga að það þurfi að hafa aðgát varðandi bæði upphafs- og endastöð flugs.
En þetta er veruleikinn þegar eldgos geta verið í gangi hér á landi og á Kanaríeyjum þegar Icelandair verður með leiguflug á milli þessara fjarlægu staða.
Og meira að segja er möguleiki á því að um tvö eða þrjú gos gæti orðið að ræða hér á landi.
![]() |
Icelandair fylgist grannt með þróun gossins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2021 | 16:34
Tvenns konar þráhyggja; loftlínur og sjókvíar.
Tvö keimlík fyrirbæri ganga nú ljósum logum hér á landi. Annars vegar að ekki komi til greina að leggja stórar raflínur í jörð, heldur verði þær að vera ofanjarðar, svo sem Suðurnesjalína tvö sem endilega þurfi að leggja ofanjarðar meðfram Reykjanesbraut og síðan áfram í gegnum vatnsverndarsvæði allra sveitarfélagnanna á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir, sem andæfa þessum ósköpum eru sakaðir um að vera á móti rafmagni, á móti framförum og að vilja að þjóðin fari aftur inn í torfkofana.
Hins vegar er í algleymingi sú þráhyggja að til þess að ná því takmarki að auka sjókvíaeldi hér við land margfalt, eigi landeldi engan rétt á sér og að koma þurfi á veldisvexti í sjókvíaeldinu.
Öllum fréttum um sívaxandi mengun af völdum sjókvía er vísað á bug með fullyrðingum að hún nemi langt innan við einu prósenti, bara nokkrir fiskar! Svipað er aagt um þá sem hafa athugasemdir við rauða firði af mengun og fiskidauða, sem blasir við, eru sakaðir um að vera á móti atvinnuuppbyggingu og byggð á landsbyggðinni og vilja að við förum aftur inn í torfkofana.
![]() |
Segja mikinn dauðan fisk í kvíum fyrir austan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2021 | 08:49
Meira að segja COVID hefur kallað fram sparnað og nýjar framfaraleiðir.
Allir vita hvaða vandræðum og kostnaði COVID-19 hefur valdið, en hitt vita færi, að þegar þurfti að leita ráða við því, hafa uppgötvast margs konar aðferðir og leiðir til að spara og hagræða með því að nota nýjustu tölvutækni og uppfinningar, sem annars hefðu legið ónotaðar.
Fjarfundir af ýmsu tagi og sendingar og vinnsla á gögnum eru aðeins hluti af breytingum og framförum, sem verður hraðað og svonefndir starfærnir innviðir, sem að vísu kostar fé að koma á, munu verða fljótir að borga sig upp.
Í samkeppnisumhverfi mun slíkt að vísu breyta samsetningu vinnuaflsins, en þó geta orðið grundvöllur að skilvirkara atvinnu- og efnahagslífi.
![]() |
Sparar borginni milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)