Meira að segja COVID hefur kallað fram sparnað og nýjar framfaraleiðir.

Allir vita hvaða vandræðum og kostnaði COVID-19 hefur valdið, en hitt vita færi, að þegar þurfti að leita ráða við því, hafa uppgötvast margs konar aðferðir og leiðir til að spara og hagræða með því að nota nýjustu tölvutækni og uppfinningar, sem annars hefðu legið ónotaðar. 

Fjarfundir af ýmsu tagi og sendingar og vinnsla á gögnum eru aðeins hluti af breytingum og framförum, sem verður hraðað og svonefndir starfærnir innviðir, sem að vísu kostar fé að koma á, munu verða fljótir að borga sig upp.  

Í samkeppnisumhverfi mun slíkt að vísu breyta samsetningu vinnuaflsins, en þó geta orðið grundvöllur að skilvirkara atvinnu- og efnahagslífi. 


mbl.is Sparar borginni milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GunniS

og borgin segist ekki hafa efni á því að byggja upp lestarkerfi í reykjavík ?

GunniS, 19.9.2021 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Að eitt sveitarfélag stofni hugbúnaðarsmiðju fyrir 10 milljarða í stað þess að nota tilbúnar lausnir er hvorki sparnaður né hagræðing.

Það er ofvöxtur og peningasóun.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2021 kl. 14:02

3 identicon



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 22.9.2021 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband