Í lok Seinni heimsstyrjaldarinnar varð mikil vinstri sveifla í Evrópu. Kommúnistar náðu völdum í Austur-Evrópu, urðu sterkir á Ítalíu og í Frakklandi og Verkamannaflokkurinn tók völdin í Bretlandi.
Á Norðurlöndum héldu sósíaldemókratar völdum.
Verkamannaflokkurinn breski fór út í mikla þjóðnýtingu stórra fyrirtækja, sem tókst ekki betur en svo, að Íhaldsflokkurinn náði aftur völdum á sjötta áratugnum.
En á Norðurlöndum að Íslandi meðtöldu tóku mikil skömmtun, innflutningshöft og flókin gengisskráning völdin og bæjarútgerðir voru settar á fót víða hér á landi.
Á sjötta áratugnum var komið margfalt gengi hér á landi kennt við svonefndan bátagjaldeyri og í Danmörku var til dæmis tvöfalt gengi, annars vegar skráð gengi og hins vegar svonefnd dollarakaupaleyfi.
Svo hart var hert að mittisólinni, að þar sáust engir amerískir bílar á ferð og stórir evrópskir bílar voru fátíðir.
Íslendingar höfðu notað tækifærið og eytt stórum hluta mikils stríðsgróða í bílakaup árin 1946 og 47 en nánast lagt niður innflutning næstu tólf árin.
Þegar síðuhafi dvaldi í sex vikur sumarið 1955 í Kaupmannahöfn trúðu menn því alls ekki að algengasti bíll á íslandi væri amerískur Willy´s og að mikill meirihluti landsmanna ækju á amerískum bílum með vinstri handar stýri í vinstri umferð.
En þegar efnahagur Evrópuþjóða batnaði síðar á áratugnum voru danskir kratar fljótir að söðla um og taka upp svonefnt "blandað hagkerfi" sem fékk að blómstra í Viðreisnarstjórninni sem tók við völdum 1959, þar sem Gylfi Þ. Gíslason var einn helsti hugmyndasmiður í því að við fylgdum fordæmi norrænna krata.
Síðar á öldinni voru bæjarútgerðir að mestu lagðar niður, gengið í EFTA og síðar í EES.
Þessi stefnubreyting hefur reynst að mestu leyti vel síðan, og flokkar við miðju stjórnmálanna, svo sem Viðreisn, Samfylking og Framsóknarflokkur hafa þessa meginundirstöðu.
![]() |
Útlit fyrir marga flokka og veikt umboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.9.2021 | 19:16
Vaxtaumræðan er flókin en nauðsynleg.
Vextir gegna geysi mikilvægu hlutverki í efnahagslífi þjóða, og þeir hafa verið stór þáttur í málflutningi tveggja flokka, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins.
Hjá Viðreisn er því haldið fram, að með ESB-aðild eða tengingu krónunnar við evru muni vaxtar lækka til hagsbóta fyrir alla. Samfylking tekur undir þetta.
Aðrir benda á að málið sé flókið og sviðsmyndirnar margar og draga fullyrðingar um vaxtastigið í efa.
Svipað er að segja um þau ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins í auglýsingum, að í stjórnartíð þeirra hafi vextir lækkað "hressilega."
Eins og sjá má á viðtengdri frétt var þetta orðaval Bjarna dregið í efa í viðtengdri frétt með viðtali við Bjarna.
![]() |
Bjarni ver fullyrðingu í útvarpsauglýsingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2021 | 08:59
Hvernig er loftmengunin í Reykjavík núna?
Um árabil hefur loftið í Reykjavík verið þannig stóran hluta árs, að aðkomumenn utan af landi, svo sem frá Vestfjörðum, hefur furðað sig á fnyknum.
Í Hörpu hefur þetta lýst sér í óhagstæðri vindátt, að hreinsa hefur þurft ákveðinn rafeindabúnað í tækjum, sem notuð eru á hljómleikum.
Það hefur fallið á silfur- og borðbúnað víða í borginni.
En hverjar eru tölurnar núna varðandi mengun af völdum brennisteinsvetnis?
Hefur þetta eitthvað skánað síðustu misseri?
![]() |
Loftmengun verri en áður var talið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)