Sífelld dæmi um vankanta núverandi stjórnarskrár.

Þegar Landsdómur var vakinn upp eftir Hrunið kom í ljós hve slæmt það var að láta þingmenn í raun fjalla um eigin málefni eins og núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir. Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs voru ákvæði um Landsdóm felld út.  

Nú standa menn aftur frammi fyrir því að núverandi stjórnarskrá gerir ráð fyrir því að við það að staðfesta kjör þingmanna með kjörbréfi séu þingmenn að dæma í sjálfs síns sök, ef misfellur hafa verið í kosningum. 

Í stjórnarskrá stjórnlagaráðs er þessu breytt þannig, að Alþingi kemur sjálft ekki nálægt þessum gerningi, heldur er hann hafður þannig að verkið geti gengið upp án slíkra vafaatriða um framkvæmd.  


mbl.is Líst ekki á jöfnunarsætisþingmenn í kjörbréfanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bann við handgjöf á rafreiðhjólum er fráleitt.

Þegar reglugerð um rafknúin reiðhjól var sett hér á landi, var einfaldasta útgáfan frá Brussel látin gilda óbreytt; 25 km/klst hámarkshraði, 250 vatta hámarksafl og bann við að hafa handstýrða aflgjöf.  Náttfari og rafskútur

Síðarnefnar tvær kröfurnar, 250 vöttin og bann við handgjöf eru fráleitar kröfur, þegar þess er gætt, að í sama flokki hjóla, sem hvorki þurfa tryggingar né skoðunar- og skráningarskyldu, eru bensínknúin hjól, sem eru með handgjöf og 50 cc mótora sem skila meira en 1000 vatta afli. 

Og hvers vegna er þess gríðarlegi munur á kröfum? Jú, bensínknúnu vespuhjólin eru þrisvar sinnum þyngri og þess vegna er ekki hægt að aka þeim með fótaafli eingöngu!Sörli ofan Bakkasels

Sem sagt; vægari kröfur á þrefalt þyngri og meira en fjórum sinnum aflmeiri hjólum!

Þegar síðuhafi innleiddi hjóla- og rafbílabyltingu hjá sér fyrir sex árum hafði það dregist vegna slæmrar reynslu af notkun venjulegra reiðhjóla fimmtán árum fyrr. 

Vegna samfalls í baki, þoldu afltauganar út í fæturna ekki álagið við að hjóla nema mjög takmarkað. 

Þá vildi svo vel til, að þegar tekið var ónotað rafhjól upp illseljanlegan gamlan bíl, og ætlunin að selja hjólið, kom í ljós að það var með sérstakri handgjöf sem opnaði möguleikann á að spara það að nota fæturna. 

Í ofanálag hafði hjólið staðið ónotað of lengi og rafhlaðan orðin ónothæf.

Þar með var setið uppi með óseljanlegt hjól, sem hafði fengist í skiptum við óseljanlegan bíl. 

Á móti kom handgjöfin góða eins og himnasending. 

Þetta hjól opnaði alveg nýja vídd og hefur reynst afar vel. 

Með því að gúgla allt um reglugerðir í öðrum löndum kom í ljós að auðvitað höfðu einstaka lönd fengið undanþágur til breytinga og má nefna þrjár: 

1. 30 eða 32ja kílómetra hámarkshraða, svo sem í Danmörku. Hentar vel í þröngum hverfum þar sem er 30 km hámarkshraði.   

2. 350 til 500 vatta vélarafl. 

3. Handgjöf leyfileg. 

Hér á landi heyrast oft gagnrýnisraddir á "reglugerðirnar frá Brussel." Ofangreint er hins vegar dæmi um það, að vanræktur hefur verið á heimavelli sá möguleiki að fá samþykki fyrir hentugum breytingum. 


mbl.is Með rafmagnið í stellinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endalaust skæklatog, hlutverkaskipting sveitarfélaga og ríkisins.

Síðustu áratugi hafa hlutverkaskipti ríkis og sveitarfélaga í fjárútlátum vegna alls konar þjónustu verið nær samfellt viðfangsefni og margs kyns deiluefni.  

Má sem dæmi nefna þjónustu við fatlaða og aldraða, en síðarnefnda atriðið, ófremdarástand í málefnum aldraðra,  er einmitt búið að vera ofarlega á baugi síðustu vikurnar. 

Hefur komið í ljós að í nágrannalöndunum er hlutur sveitarfélaga meiri en hér og hlutur hjúkrunarheimila minni.  

Í hvert skipti sem eitthvað nýtt kemur upp í viðfangsefnum hins opinbera, svo sem varðandi fráveitur og skólp, kemur upp deila um það hver eigi að borga brúsann og geta upphæðirnar numið tugum milljarða á hverju ári. 


mbl.is Telja 20-25 milljarða lagða á sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband