Endalaust skæklatog, hlutverkaskipting sveitarfélaga og ríkisins.

Síðustu áratugi hafa hlutverkaskipti ríkis og sveitarfélaga í fjárútlátum vegna alls konar þjónustu verið nær samfellt viðfangsefni og margs kyns deiluefni.  

Má sem dæmi nefna þjónustu við fatlaða og aldraða, en síðarnefnda atriðið, ófremdarástand í málefnum aldraðra,  er einmitt búið að vera ofarlega á baugi síðustu vikurnar. 

Hefur komið í ljós að í nágrannalöndunum er hlutur sveitarfélaga meiri en hér og hlutur hjúkrunarheimila minni.  

Í hvert skipti sem eitthvað nýtt kemur upp í viðfangsefnum hins opinbera, svo sem varðandi fráveitur og skólp, kemur upp deila um það hver eigi að borga brúsann og geta upphæðirnar numið tugum milljarða á hverju ári. 


mbl.is Telja 20-25 milljarða lagða á sveitarfélögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband