30.9.2021 | 13:20
Ákveðinn markhópur: Eigendur jöklajeppa, sem vilja spara í borgarumferð.
Hinn gríðarlegi munur á þyngd eldsneytis og rafhlaðna með álíka miklli orku veldur því að hreinræktaðir rafknúnir jöklajeppar fela í sér illleysanlegt vandamál í notkun, þar sem slík aukaþyngd kemur í veg fyrir möguleika jöklajeppa, sem knúnir eru með rafmagni eingöngu.
Galllinn við notkun eldsneytisknúinna jöklajeppa fram að þessu hefur verið sá, að þeir eru það dýrir og eyðslufrekir að margir hafa brugðið á það ráð að eiga tvo bíla samtímis, jöklajeppann og hentugan bíl fyrir borgarakstur. Í því felst ansi mikil fjárfesting, og í blönduðum ferðum, þar sem ekið er drjúga hluta ferðar á malbiki og hinn hlutann á leiðum, sem eru ófærir fyrir óbreytta bíla.
Þetta er ansi dýr lausn, sem ákveðinn markhópur velur sér.
Jepp Wrangleler Rubicon tengitvinnbíllinn er að vísu dýr, en býður upp á blandaða notkun þar sem sami bíllinn er notaður sem rafknúinn bíll innanbæjar, en sem eldsneytisknúinn jöklajeppi þar sem þess þarf.
Að þessum markhóp beinist framleiðsla á tengiltvinnbílum sem hafa umtalsverða getu í torfærum en eru bæði sparneytnir og umhverfismildir innanbæjar.
![]() |
Jeep kynnir PHEV-línu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2021 | 00:44
Katrín áfram á sama stað er hluti af því að allir njóti síns besta.
Þótt Vinstri grænir sæktu í sig veðrið á síðustu dögum kosningabaráttunnar og fylgi Sósíalistaflokksins minnkaði, er lang sterkasta tromp þeirra eftir sem áður hið gríðarmikla persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur.
Það er því ekki aðeins sanngjarnt að Vg megi njóta þessa heldur væri það líklega mesta óráð að hrókera á forsætisráðherrastólnum.
Mörg dæmi eru að vísu um slíkar hrókeringar, svo sem þegar "Ólafur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn fyrir Geir Hallgrímsson 1974 og þegar Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar varð forsætisráðherra 1983 í ríkisstjórn sömu flokka.
Og Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson skiptu með sér tímabilum í forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003 - 2006.
Sjálfstæðismenn eiga nú möguleika á að láta Bjarna Benediktsson njóta sinna stjórnunarhæfileika í viðamiklu ráðherraembætti og svipað er að segja um Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn að viðbættu því, að með stórbættri vígstöðu í krafti fjölgunar þingmanna fái flokkurinn stærri verkefni en áður í ríkisstjórn.
![]() |
Forsæti Katrínar skilyrði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)