Katrín áfram á sama stað er hluti af því að allir njóti síns besta.

Þótt Vinstri grænir sæktu í sig veðrið á síðustu dögum kosningabaráttunnar og fylgi Sósíalistaflokksins minnkaði, er lang sterkasta tromp þeirra eftir sem áður hið gríðarmikla persónufylgi Katrínar Jakobsdóttur. 

Það er því ekki aðeins sanngjarnt að Vg megi njóta þessa heldur væri það líklega mesta óráð að hrókera á forsætisráðherrastólnum. 

Mörg dæmi eru að vísu um slíkar hrókeringar, svo sem þegar "Ólafur Jóhannesson myndaði ríkisstjórn fyrir Geir Hallgrímsson 1974 og þegar Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknar varð forsætisráðherra 1983 í ríkisstjórn sömu flokka. 

Og Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson skiptu með sér tímabilum í forystu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks 2003 - 2006.  

Sjálfstæðismenn eiga nú möguleika á að láta Bjarna Benediktsson njóta sinna stjórnunarhæfileika í viðamiklu ráðherraembætti og svipað er að segja um Sigurð Inga Jóhannsson og Framsóknarflokkinn að viðbættu því, að með stórbættri vígstöðu í krafti fjölgunar þingmanna fái flokkurinn stærri verkefni en áður í ríkisstjórn. 


mbl.is Forsæti Katrínar skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Í heild sinni þá voru úrsit þessara
kosninga og áframhaldið svo fyrirsjánlegt
að ekki tók því að fara á kjörstað.

Minnti mig á mann nokkurn sem að jafnaði hékk fram á
skóflu sína í hálftíma dag hvern þar til króna myndaðist
í sjónu hans og litir leiftruðu hringinn af einskærri
gleði og hjartnæmri uppljómun rétt eins og hann hefði
séð fyrir sér nýjan orkugjafa eða fundið rafmagnið upp
að nýju og hann henti síðan skóflunni frá sér og sagði
hressilega og eins og með tilhlökkun í hjarta:

"Ég ætla að fara heim til mömmu að skíta."

Húsari. (IP-tala skráð) 30.9.2021 kl. 02:56

2 identicon

Sæll Ómar,

Ég er ekki hrifinn af henni Katrínu Jakobsdóttur er stóð fyrir að koma inn þessum svokölluðu leynilegu bólefnakaupssamningum ásamt þá henni Svandísi, svo og er ég ekki hrifinn þessum glóbalisma heimsmarkmiðum sjálfbærar þróunar (Sustainable Development) samkvæmt þá "Agenda 21" og "Agenda 2030".
Nú og hvað þá hrifinn af þessum hálendisþjóðgarði, svo og er ég EKKI hlynntur þessum fóstureyðingarlöggjöf fram á 9 mánuð meðgöngu, er hún Katrín Jakobsdóttir vill koma á hér á landi.
KV.


Agenda 21 and Agenda 2030, Club of Rome, Control Food, Sustainable  Development, Depopulation | AwakeAndAware.ca

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.10.2021 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband