Gamalkunnur söngur um að virkjanir og þjóðgarðar fari svo vel saman.

Ein helsta fullyrðing þeirra sem berjast fyrir sem mestum og flestum virkjunum helstu náttúruverðmæta í íslenskum óbyggðum hefur verið sú, að virkjanir og þjóðgarða fari svo vel saman að hér á landi eigi kjörorð Jónasar Elíassonar að gilda: "Virkja fyrst og friða svo." 

Á sínum tíma í kringum síðustu aldamót sá síðuhafi sig neyddan til þess að fara í sérstök ferðalög til Bandárkjanna, Kanada og Noregs til að skoða nokkra staði, þar sem fullyrt var, að væru stórvirkjanir í þjóðgörðum.  

 

1. Grand lake virkjunin í Klettafjöllum Kolorado fyrir norðan Denver.

Jú, þar kom í ljós að til þess að yfirborð þjóðgarðsins væri ósnortið af virkjunum, var vatnið virkjað með því að leiða það í göngum úr Grand lake út í sérstaklega gert miðlunarlón fyrir utan þjóðgarðinn, því að slíkt vatn með miðlun, sem stjórnað væri með stíflu, væri ósamrýmanlegt þjóðgarði. 

 

2. Hetch-Hetchy vatnsmiðlunarlónið í samnefndum dal norðan við Yosemitedalinn í samnefndum þjóðgarði.  

Jú, þegar þangað kom blasti við þetta vatn, sem miðlar fersku vatni um stórt landsvæði í Kaliforníu. Þetta er 120 ára gömul vatnsmiðlun gerð löngu fyrr en reglur og sjónarmið um þjóðgarða voru þróaðar. Upphaflega var þó skoðað hvort ekki ætti að sökkva Yosemitedalnum líka, en Hetch-Hetchy varð fyrir valinu vegna meiri stærðar og dýrðar Yosemite. Hetch-Hetchy því haft utan við mörk þjóðgarðsins. Þegar við vorum á ferð þarna var allur ferðamannafjöldinn innan þjóðgarðsins en engir í Hetch-Hetchy. Varla þyrfti að spyrja að því margir Íslendingar myndu telja þann dal miklu fallegri fyrir sakir vatnsins. 

 

3. Þá nýstofnaður Jóstedalsjökulsþjóðgarður. 

Jú, þegar þangað var komið og farið meðfram þeirri hlið jökulsins, sem snýr frá sjó, var komið að dal, þar sem óbeisluð á fellur um dal frá jöklinum. Þar voru fjölmargir ferðamenn að upplifa upptök ósnortinnar jökulár innan þjóðgarðsmarka og snotur aðstaða fyrir þá. Ofar austan við jökulinn var gamalt miðlunarlón og stífla utan þjóðgarðs. Þar var einn, já, einn ferðamaður á ferðamaður, kvaðst vera Dani og hafa villst! Enn ofar var vatn sem til stóð að gera að miðlunarlóni fyrir hagkvæmustu virkjun Norðurlanda, Langavatn að nafni. Ætlunin að var að gera netta stíflu og leiða vatnið í göngum úr vatninu tæplega 1000 metra fallhæð niður í einn af norsku fjörðunum. Þetta var vatn, sem þegar var komið og aðeins um að ræða  að það stækkaði aðeins og minnkaði af völdum stíflumannvirkjanna. Af þessari virkjun varð þó ekki. Stórþingið hafnaði henni með þeim rökum að hún raskaði of mikið ímynd jökulsins! Samt sást jökullinn ekki frá vatninu og vatnið ekki frá jöklinum! Og jökullinn 20 sinnum minni en Vatnajökull. 

Árið 2002 lýsti Kjell Magne Bondevik þáverandi forsætisráðherra því yfir að tími stórra vatnsaflsvirkjana væri liðinn í Noregi. Við það hefur verið staðið síðan. 

 

4. Virkjun gufuafls í Bandaríkjunum, sem er gríðarmikið. 

Jú, þangað var farið til skoðunar og síðar kom einn helsti sérfræðingur Bandaríkjanna í heimsókn til Íslands á tíu ára afmæli ÍSOR og hélt fyrirlestur um þetta gríðarlega afl. 

Hann sýndi stórt kort af jarðvarmasvæðum Bandaríkjanna sem dreifðum hringjum, sem voru misstórir og misjafnlega rauðir.  Eftir að hafa farið yfir kortið og bent á hringina stóð einn eldrauður hnöttur eftir í Klettafjöllunum. Og hann sagði: "Þetta er Yellowstone. Þar eru 10 þúsund hverir og í iðrum jarðar er langstærsta orkubúnt Bandaríkjanna. Þar verður aldrei virkjað, því að þar eru heilög vé."

 

 


mbl.is Loftslagsmál og landvernd togast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi svipaðra eldstöðva á Reykjanesskaga og Íslandi.

Nú þegar hefur gosi í Geldingadölum sýnt sig í á mörgum þróunarstigum, og ef það hefði hætt á einvherjum tímapunkti, hefði staðið eftir eldstöð, svipuð ótal eldstöövum víða á skaganum og um land allt. 

Á síðustu öld var lengsta gosið í Surtsey, stóð í þrjú og hálft ár það skildi eftir sig miklu fleiri gosminjar en sjást ofan sjávar eftir sig, svos sem gígana Jólnir og Syrtling. 

Sum gos hafa verið með hléum, svo sem Heklugosið 1980, sem tók sig upp eftir áramót 1981, en sá hluti gossinns reyndist sannkalaður "gosræfill."

Þótt líklegast virðist núna, að goshlé sé væntanlegt sem reynist jafnvel gosllok við Fagradalsfjall, er ekki á alveg vísan að róa.  

Á Reykjanesskaga og víðar eru dyngjur, svo sem Þráinsskjaldarhraun og Heiðin há og fjær Skjaldbreiður og allar dyngjurnar norðan Vatnajökuls, eldfjöll, mynduð í hægfara gosum á löngum tíma, kannski einhver þeirra eða öll með goshléum, mismunandi mörgum.   


mbl.is Lengsti dvali frá því í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. september 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband