Fjöldi svipaðra eldstöðva á Reykjanesskaga og Íslandi.

Nú þegar hefur gosi í Geldingadölum sýnt sig í á mörgum þróunarstigum, og ef það hefði hætt á einvherjum tímapunkti, hefði staðið eftir eldstöð, svipuð ótal eldstöövum víða á skaganum og um land allt. 

Á síðustu öld var lengsta gosið í Surtsey, stóð í þrjú og hálft ár það skildi eftir sig miklu fleiri gosminjar en sjást ofan sjávar eftir sig, svos sem gígana Jólnir og Syrtling. 

Sum gos hafa verið með hléum, svo sem Heklugosið 1980, sem tók sig upp eftir áramót 1981, en sá hluti gossinns reyndist sannkalaður "gosræfill."

Þótt líklegast virðist núna, að goshlé sé væntanlegt sem reynist jafnvel gosllok við Fagradalsfjall, er ekki á alveg vísan að róa.  

Á Reykjanesskaga og víðar eru dyngjur, svo sem Þráinsskjaldarhraun og Heiðin há og fjær Skjaldbreiður og allar dyngjurnar norðan Vatnajökuls, eldfjöll, mynduð í hægfara gosum á löngum tíma, kannski einhver þeirra eða öll með goshléum, mismunandi mörgum.   


mbl.is Lengsti dvali frá því í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Dyngjan norðaustur af Geldingadölum er engin smásmíð. Dvöl okkar manna á skaganum er aðeins brot af eldfjallasögu svæðisins. Tiltölulega lítið vitað um stórar dyngjur eins og Skjaldbreiður. Merkilegt gos í Geldingadölum sem rennur nást í allar áttir.

Sá aftur svartan glerung af hraunslettu í dag hjá ítölskum ferðamanni. Kolsvartur eins eins og íslenski hrafninn. Minnir á verk Guðmundar frá Miðdal og nýtur sín vel á hvítu marmaragólfi. Slípuðu Carrara listaverki náttúru sem nú er orðið fágæti. 

Sigurður Antonsson, 5.9.2021 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband