Sofandi og "fjarverandi" ökmenn ekki síður vandamál en kappakstursmennirnir.

Gaman yrði að vita hvernig umferðin hér á landi væri ef engir Íslendingar færu út í umferðina erlendis og kynntust einföldustu frumatriðum góðrar umferðarmenningar eins og "tannhjólinu/rennilásnum". 

En enda þótt sjá megi að eitthvað af erlendri umferðarmenningu sé að síast með árunum með hraða snigilsins inn í aksturslagið hjá okkur eru önnur atriði eins og stanslaus hraðakstur hjá of mörgum, sofandaháttur og snjallsímanotkun. 

Oft kallar einn ósiðurinn á annan, svo sem sofandahátturinn, sem æsir aðra ökumenn stundum upp og veldur óþarfa töfum og vandræðum í umferðinni.

Og síðan er stór hluti ökumanna, sums staðar meirihlutinn, sem getur einfaldlega ekki ekið öðruvísi en langt yfir leyfilegum hraða.

Fyrir um sextíu árum féll stefnumrkandi hæstaréttardómur í máli tveggja ökumanna, þar sem annar braut á rétti / forgangi hins, sem hinsvagar ók langt yfir leyfilegum hraða. 

Hraðakstursmaðurinn vildi láta hinn ökmanninn bera alla sökina á árekstrinum, en þegar málið var skoðað nánar, varð úrskurður Hæstaréttar þveröfugur; að sá sem æki langt yir leyfilegum hraða hefði skapað með sér réttleysi; það væri ekki hægt að ætlast til að allir aðrir ökumenn áttuðu sig á því um mikinn glæfraakstur væri að ræða.  

 

 


mbl.is „Algjörlega óviðunandi“ hlutfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætist við bindishnútinn?

Sú hefur verið tíð í heila öld að ungir menn stæðu frammi fyrir því fyrirbæri, sem stundum hefur verið kallað bindiskylda, þ. e. að hnýta hnút á hálsbindi. 

Þremur árum yngri bróðir hafði lært þetta fyrr, og það reyndist bjarngargreiði að hann liðsinnti við þetta, og byndi hnútinn fyrir okkur báða í nokkur ár, því að hann fór óvenju snemma að heiman til að stofna fjölskyldu. 

Bindishnútur bróðurins reyndist þó að lokum happafengur, því að hann var sérstakrar gerðar sem tryggði það að hann yrði aldrei skakkur. 

Að því mun þó hugsanlega koma, að eilliglöp verði til þess að það gleymist, hvernig þessi forláta hnútur er hnýttur, því að það er orðin svon þúsundföld venja að binda hann hugsunarlaust, að ef ætti að fara að pæla nánara í því, yrði það til þess að þessi mikilvæga þekking glataðist. 

Nú má sjá á samfélagsmiðlum nýja, að því er virðist nauðsynlega hnútagerð varðandi grímur, og er hún að því leyti sýnu verri en sú, sem lærð var fyrir rúmum sextíu árum, að hnútarnir virðast vera tveir en ekki einn á nokkurra fersentimetra fleti. 

Það er að nokkru leyti komið svolítið í bakið á mönnum ef alveg óvænt er bætt við marföldun bindskyldunnar frá því í den og er því hæpið að á gamals aldri verði farið út í hina nýju. 


mbl.is Grímutrixið sem er að gera allt vitlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband