11.1.2022 | 23:28
Ekki langt frá eldstöðvum. Samt meinlaust.
Þótt skjálftavirkni suðvestur af Oki sé alls ekki talin tengjast eldsumbrotum er hún þó aðeins átján kílómetra frá hrauni sem runið hefur allt að Húsafelli og vestur af Hraunfossum.
Og hraun er að finna í álíka mikilli fjarlægð til austsuðausturs.
Það eru hins vegar miklu fleiri atriði en fjarlægðir milli staða sem ráða því hvernig meta skuli hættu á eldvirkni og þess vegna sjálfsagt að hafa engar áhyggjur af þessu máli.
![]() |
Stærsti skjálftinn á svæðinu í áratugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2022 | 17:41
Óafgreitt mál í þrjátíu ár, öryggismál Rússlands og nágrannaríkja þess.
Rússar miða oft málflutning sinn í deilum um öryggismál Rússlands og nágrannaríkja þeirra við það þegar þau urðu umræðuefni á tímum Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Gorbatsjofs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna.
Í kjölfarið af falli Sovétríkjanna fór ákveðið milliástand, þó þrungið óvissu um framhaldið.
Gorbatsjof taldi Baker hafa lofað því að NATO yrði ekki þanið út alla leið að landamærum Rússlands.
Í ljósi sögunnar var þessi sýn Rússa á málið skiljaleg. Beinn aðdragandi að stærstu innrás heimssögunnar 22. júní 1941, innrás Þjóðverja og bandalagsríkja þeirra inn í Sovétríkin, kostuðu tuttugu milljónir Sovétmanna lífið og óheyrilegar fórnir.
Svo tortryggnir voru Rússar eftir þetta, að þeir negldu Austur-Evrópuríkin harkalega niður í þvinguðu hernaðarbandalagi í Kalda stríðinu og hétu því að sagan frá 1941 skyldi aldrei endurtaka sig.
En gömlu leppþjóðirnar áttu líka sína drauma um að fá að velja sér sína leið í hernaðar- og öryggismálum þar sem aldrei aftur skyldi lotið harðstjórn frá Moskvu.
Viðræður Rússa og Bandaríkjanna nú geta líklega orðið þær mikilvægustu í þrjátíu ár, því að líf allrar heimsbyggðarinnar liggur við hvað varðar eyðingarmátt kjarnorkuherafla þessara tvegga þjóða.
MAD (Mútual Assured Destruction), þýtt sem GAGA á íslensku, (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra), er einfaldlega mál af þeirri stærð, sem fær flest til að blikna í samanburðinum.
Það er að sjálfsögðu gaga vitfirring að óganarjafnvægið svonefnda skuli byggjast á því, að hvor aðili um sig neyðist til að trúa því upp á hinn að hann æði út í gereyðingarstríð.
![]() |
Bandaríkin og Rússar hefja erfiðar viðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.1.2022 | 07:43
Kári - réttur maður á réttum stað og réttum tíma.
Kári Stefánsson komst, ef rétt er munað, á alþjóðlegan lista yfir 100 áhrifamestu læknavísindamenn heims.
Það er ekki lítil viðurkenning fyrir örþjóð, sem er aðeins einn 20 þúsundasti hluti mannkyns.
Kári hefur komið fram einmitt á þeim árum, þegar fyrirsjáanleg heimsbarátta jarðarbúa við sýkla og veirur á 21. öldinni var að hefjast.
Í og á hinum viti borna manni munu vera fleiri örverur, þ.m.t. sýklar og veirur, en nemur öllum fjölda fruma líkamans.
Tilkoma Kára er dásamleg tilviljun sem ekki skyldi vanmeta í þeim hildarleik í heilbrigðismálum, sem er rétt að hefjast á milli þeirra milljarða manna, sem eru hýslar þeirra veira og sýkla, sem sífellt verða erfiðari viðfangs.
![]() |
Niðurstöðurnar muni skipta sköpum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það var mikið nýjabrum af því þegar Bjarni Friðriksson hreppti bronsverðlaun í sínum þyngdarflokki í júdó 1984. Okkur Íslendingum hættir til að gleyma því að fjölmargar íþróttir eru jafn útbreiddar og þekktar á heimsvísu ekki síður en handbolti.
Það er skemmtilegt að öld eftir að Jóhann Þ. Jósepsson varð afreksmaður á heimmælikvarða í grísk-rómverskri glímu og efnaðist vel af því, skuli hliðstætt ævintýri kornungs Íslendings hugsanlega að vera í uppsiglingu.
![]() |
Íslendingur valinn í breska landsliðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)