Óafgreitt mál í þrjátíu ár, öryggismál Rússlands og nágrannaríkja þess.

Rússar miða oft málflutning sinn í deilum um öryggismál Rússlands og nágrannaríkja þeirra við það þegar þau urðu umræðuefni á tímum Bakers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Gorbatsjofs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna. 

Í kjölfarið af falli Sovétríkjanna fór ákveðið milliástand, þó þrungið óvissu um framhaldið. 

Gorbatsjof taldi Baker hafa lofað því að NATO yrði ekki þanið út alla leið að landamærum Rússlands. 

Í ljósi sögunnar var þessi sýn Rússa á málið skiljaleg. Beinn aðdragandi að stærstu innrás heimssögunnar 22. júní 1941, innrás Þjóðverja og bandalagsríkja þeirra inn í Sovétríkin, kostuðu tuttugu milljónir Sovétmanna lífið og óheyrilegar fórnir. 

Svo tortryggnir voru Rússar eftir þetta, að þeir negldu Austur-Evrópuríkin harkalega niður í þvinguðu hernaðarbandalagi í Kalda stríðinu og hétu því að sagan frá 1941 skyldi aldrei endurtaka sig. 

En gömlu leppþjóðirnar áttu líka sína drauma um að fá að velja sér sína leið í hernaðar- og öryggismálum þar sem aldrei aftur skyldi lotið harðstjórn frá Moskvu. 

Viðræður Rússa og Bandaríkjanna nú geta líklega orðið þær mikilvægustu í þrjátíu ár, því að líf allrar heimsbyggðarinnar liggur við hvað varðar eyðingarmátt kjarnorkuherafla þessara tvegga þjóða. 

MAD (Mútual Assured Destruction), þýtt sem GAGA á íslensku, (Gagnkvæm Altryggð Gereyðing Allra), er einfaldlega mál af þeirri stærð, sem fær flest til að blikna í samanburðinum. 

Það er að sjálfsögðu gaga vitfirring að óganarjafnvægið svonefnda skuli byggjast á því, að hvor aðili um sig neyðist til að trúa því upp á hinn að hann æði út í gereyðingarstríð. 


mbl.is Bandaríkin og Rússar hefja erfiðar viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Veröldin þarf einna mest á slökun milli Rússa og US að halda.Það verða allir að slaka til ekki bara alltaf Pútín karlinn. Hann hefur heilt heimsveldi að verja.

Halldór Jónsson, 11.1.2022 kl. 18:33

2 identicon

Sælir

Mér virðist ýmislegt ónákvæmt í þessu. Fyrir seinna stríð var Pólland alls ekki á bandi þýzkalands, nú eða Sovétríkjanna. Eystrasaltsríkin voru svo lögð undir Sovétríkin án þess að hafa nokkuð til saka unnið með griðasamningnum. Ungverjar og Finnar völdu svo að halla sér að Þjóðverjum enda Finnar nýsloppnir frá árás Sovétríkjanna. Þessi lærdómur Ómars er því frekar einhliða.- Víst er að slavnesku þjóðirnar voru ekki fyrirfram hallar undir Þjóðverja. 

Úkraínumenn eru í þeirri stöðu að Pútin og hans nótar telja þá ekki sérstaka þjóð og að úkraínska sé einungis rússnesk málýska. Þá liggi rætur rússnesku  þjóðarinnar í Kænugarði (sem er að vísu kórrétt). Þess vegna vill Pútin leggja Úkraínu undir Rússland og endurreisa hið forna veldi Rússa. Eina sem dugar er öflugur stuðningur við Úkraínu, Pólland og Eystrasaltsríkin, ekki einhver friðarkaup til skamms tíma.

EINAR S HALFDANARSON (IP-tala skráð) 11.1.2022 kl. 20:55

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það verður að kynna sér atburðarásina dag frá degi á tímabilinu september 1938 til átta sig á því sem gerðist. Pólverjar losnuðu frá yfirráðum Prússa/Þjóðverja og Rússa 1918 og tilveru ríkis síns undir samningum við stórveldin. 

Fyrri hluta sumars 1939 voru samningamenn Breta í viðræðum við Rússa um bandalag til þess að koma Póverjum til hjálpar ef Hitler fylgdi hótunum sínum eftir með því að ráðast á þá. 

Forsenda fyrri slíku í praxis var að Sovétmenn fengju að fara með her inn í landið til að berjast við Þjóðverja, en rótgróin Rússafælni (Russophopia) Pólverja olli því að þeir lögðust alfarið gegn slíku. 

Í staðinn treystu þeir á það að Frakkar og Bretar stæðu við loforð sín um að ráðast inn í Þýskaland vestan frá. 

Það loforð var í raun svikið með því að lyfta ekki fingri í þykjustustríði á þeim vígstöðvum meðan þýski herinn muldi her Pólverja í spað. 

Og ekki bara það. Þykjustustríðið (Phoney war) stóð í átta mánuði!

Allt frá 1935 höfðu vesturveldin stundað friðþægingarstefnu við Hitler og leyft honum og Mussolini að taka Austurríki, Tékkóslóvakíu og Albaníu. 

Munchenarsamningarnir án þátttöku Rússa voru hin örgustu svik við Tékka og í augum Stalíns voru vesturveldin að beina landvinningum í austurátt og þess vegna engan veginn hægt að treysta þeim. 

Í Mein kamph hafði Hitler sagt að megin framtíðarmarmarkmið Þjóðverja ætti að vera sókn til austurs (drang nach osten) til að skapa sér "lífsrými" (lebensraum) allt austur til Úralfjalla byggðri á rányrkju á auðlindum landsins og undirokun hinna "óæðri" slava. 

Rökrétt afleiðing af þessari sýn Stalíns var að gera griðasamning þar sem voru leyniákvæði um hvernig Hitler og Stalín skiptu Austur-Evrópu á milli sín í áhrifasvæði. Með þeim samningi komst Hitler hjá því að heyja stríð á tveimur vígstöðvum eins og hafði orðið þeim að falli í Fyrri heimsstyrjöldinni og fékk margskyns stuðning frá Rússum, en Stalín keypti sér með því tíma næstu þrjú árin til að vígbúast nægilega vel fyrir síðara uppgjör. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2022 kl. 23:02

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stalín misreiknaði eitt hins vegar á afdrifaríkan hátt. Hann misreiknaði það hve hratt og auðveldlega Þjóðverjar unnu sigur á vesturvígstöðvunum og trúði því ekki að Hitler væri svo fífldirfskulega heimskur að ráðast á Sovétríkin 1941. 

Sú staðreynd að innrásin tafðist um fimn vikur varð til þess að bréf Churchells til Stalíns með aðvörunum um yfirvofandi hættu hljóðuðu eins og tilraun til þess að etja Stalín og Hitler saman. 

Ómar Ragnarsson, 11.1.2022 kl. 23:10

5 identicon

Það að Rússum stafi hætta af Vesturveldunum er í besta falli gamall áróður Stalíns, endurvakinn af KGB foringjanum, Pútín.

Það var að vísu hugarfóstur Hitlers að skapa Þjóðverjum "Lebensraum" í austri, hann hafði engan áhuga á stríði við Breta. Það mætti jafnvel halda því fram að heitstrenging Churchills að semja aldrei frið við þennan "lélega húsamálara" hafi bjargað Sovétríkjunum.

Við sameiningu Þýskalands lofaði Kohl Gorbachev því að staðsetja NATO herlið ekki í A-Þýskalandi. Þetta loforð hafa Þjóðverjar staðið við, að því er ég best veit.

Forystumenn NATO áttu engan þátt í falli Sovétríkjanna, nema ef vera skyldi Jón Baldvin Hannibalsson. Hins vegar má segja að þeir hafi brugðist þjóðum hins fallna veldis að rétta þeim enga hjálparhönd þegar þær voru í nauðum staddar. Þess mega þeir iðrast.

Auðvitað sveið mörgm sárt að sjá Sovétríkin hrynja, þ.á m. Pútín. Kannski líta Rússr Úkraínu með sömu augum og Bandaríkjamenn á Texs. En eitt er víst, vopnaskak eða vopnavald er ekki rétta aðferðin til að græða þau sár.  

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 11.1.2022 kl. 23:12

6 identicon

Hörður, 

Í allri þessari Rússafóbíu og Rússahatri, þá gleymir þú Hörður aldrei að minnast á Pútin sem fyrrum KGB mann, þú átt örugglega eftir að minnast á þetta atriði þúsund sinnum í viðbót. Nú og þú átt örugglega aldrei eftir að minnast á hann Putin karlinn sem mikinn stuðningsmann Rétttrúarkirkjunnar í Rússlandi, því að allt svoleiðis hentar alls ekki þessum áróðri fyrir New World Order-  og NATO.
Það er ekki það þetta hefur gengið mjög vel hjá NATO og CIA í gegnum árin, ekki satt?

THE THE on Twitter:
 
US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Mossad, CIA and Blackwater operate in Syria

'CIA, MI6 and Mossad: Together against Syria'

US Officials Blow the Whistle on Secret CIA, Mossad Operation in Syria

Secret Pentagon Report Reveals US "Created" ISIS As A "Tool" To ...

Mossad, other foreign agents killed in Aleppo strike | The ...

Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind

CIA, Mossad, and Blackwater Involvement in Syrian Crises- Reports.

Syria Uprising: Mossad, Blackwater And CIA 'Led Operations In Homs ...

CIA, Mossad Op in Syria - AND Magazine

Russia's Secret War on the CIA in Syria | Veterans Today

ISIS is working on Mossad/CIA plan to Create Greater Israel

The CIA-MI6-Mossad War on Syria - LewRockwell

ISIS = ISRAELI SECRET INTELLIGENCE SERVICE - the-yinon-plan

Syria - The REAL Story -- MUST SEE -- CIA & MOSSAD Death Squads ...

Arab League Report Provides Evidence CIA, MI6, Mossad Behind ...

Top 10 Indications or Proofs ISIS is a US-Israeli Creation | The ...

Is 'IS' a CIA-Mossad Creation? – American Free Press

UN Report Reveals How Israel is Coordinating with ISIS Militants ...

Former CIA Deputy Director Publicly Advocates for Bombing Syria's ...

“Our Guys” in Syria: CIA Operatives, Military ... - Washington's Blog

US CIA & Israeli Mossad sniper death squads targeting and killing ... 


Það er greinilegt að NATO stríðið gegn Líbýu með þessum þekktu lyga átyllum (e. fake pretext) virkuðu mjög vel (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported), svona rétt eins og þessar lygar um að gjöreyðingarvopn væru í Írak, (eða um WMD í Írak). En það hefur gengið eitthvað mjög erfiðlega með að koma inn fleiri svona lyga átyllum í viðbót til að hefja stríð gegn Íran fyrir "Stærra Ísrael", því skv. öllu,  þá er Íran næst á dagskrá samkvæmt því sem General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research.

http://www.stopiranwar.com/

Þetta með að koma á stríð gegn Íran, hefur greinilega verið sett í bið, ekki satt?  

En hvað kemur til að þú minnist aldrei á hann Obama karlinn og tengsli hans við CIA og ISIS, þú???

Declassified Docs Show That Obama Admin Created ISIS In 2012 To Use As A ‘Tool’

'CIA created ISIS', says Julian Assange as Wikileaks releases 500k US cables

Pentagon Paid PR Firm $540 Million to Make Fake Terrorist Videos

Obama Helped Save Terror Org, Turned Down Help in Fighting ISIS

CIA Created ISIS — Assange Drops Bombshell On WikiLeaks Release Of 500K US Cables

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 12.1.2022 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband